Þetta er ástæðan fyrir því að Kevin var skilinn eftir Einn heima |

Þetta er ástæðan fyrir því að Kevin var skilinn eftir Einn heima

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Kvikmyndin Home Alone sem kom út 1990 er fyrir löngu orðin að klassískri jólamynd og eru margir sem horfa á hana um hver einustu jól, jafnvel aftur og aftur.

Eins og flestir þekkja þá fjallar myndin um hinn átta ára gamla Kevin, sem er óvart skilinn eftir einn heima þegar foreldrar hans, systkini og fleiri ættingjar fara í jólaferð til París í Frakklandi. Fyrst um sinn nýtur hann þess að vera eigin herra, en fljótlega eru góð ráð dýr þegar Kevin þarf að passa heimili sitt fyrir ræningjunum Harry og Marv.

Margir hafa sjálfsagt velt fyrir sér hvernig í ósköpunum fjölskyldan gat gleymt yngsta fjölskyldumeðlimnum heima. Og Jonathan, sem að eigin sögn hefur horft um 50 sinnum á myndina setti nýlega færslu á Twitter þar sem ástæðan rann loksins upp fyrir honum.

Séð og Heyrt minnir nú að bent hafi verið áður á þetta, en svona af því að það eru jól og Jonathan var loks að sjá þetta, þá eru kannski fleiri sem voru ekki búnir að taka eftir þessu atriði.

Í upphafi myndarinnar má sjá fjölskylduna panta pizzur til að borða kvöldið áður en flogið er til Frakklands. Kevin og bróðir hans Buzz byrja að rífast og í kjölfarið hellist gosdrykkur yfir matarborðið. Pabbi þeirra fer í hamagangi að þrífa og um leið og hann hendir servíettum í ruslið þá hendir hann um leið óvart flugmiðanum hans Kevins. Myndavélin fer örstutt á flugmiðann og er svo snúið aftur yfir á fjölskylduna. Morguninn eftir þegar öll börnin troða sér síðan inn í leigubílana sest nágrannabarn einnig inn í bílinn og er talið með í haustalningunni, áður en það barnið fer svo úr bílnum og kveður.

Það er kannski engin afsökun að skilja átta ára gamalt barn þitt eftir eitt heima, en það að flugmiðann vanti útskýrir kannski af hverju enginn saknaði Kevin við brottfararhliðið.

Af athugasemdum undir færslu Jonathan má sjá að fleiri voru að uppgötva atriðið með flugmiðann í fyrsta sinn.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira