Þorgrímur með COVID-19: „Ég hef alltaf hugsað þannig að þetta gæti ekki komið fyrir mig“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Þorgrímur Þráinsson, rithöfundur og starfsmaður íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, hefur greinst með COVID-19.

Í viðtali við Vísi fyrr í dag segist Þorgrímur ánægður með að hann hafi greinst smitaður en ekki einhver annar, en allt starfslið A-landsliðsins er komið í sóttkví vegna smitsins.

Þorgrímur segist stálsleginn og ekki finna til neinna einkenna, og leggur áherslu á að sé ekki feimnismál að hann sé smitaður.

Segir hann að hann hafi mögulega smitast á tímabilinu miðvikudag til föstudag í síðustu viku, en landsliðið hefur verið á Hótel Nordica.

„Það eru endalausir snertifletir, við vorum ekki einir á hótelinu,“ segir Þorgrímur og alltaf sé möguleiki á smiti, þrátt fyrir að strangar reglur hafi gilt um leikmenn og starfslið.

„Það er alltaf hætta. Kannski var þetta gott á mig. Ég hef alltaf hugsað þannig að þetta gæti ekki komið fyrir mig,“ segir Þorgrímur, sem bíður eftir niðurstöðum úr mótefnamælingu en mögulegt sé að um gamalt smit sé að ræða.

- Auglýsing -

Athugasemdir

Orðrómur

Lestu meira