Þverneitar að vera dúfukonan í Home Alone |

Þverneitar að vera dúfukonan í Home Alone

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Breski þáttastjórnandinn Piers Morgan þurfti að neita því staðfastlega fyrr í mánuðinum að hann lék ekki dúfukonuna í kvikmyndinni Home Alone 2: Lost in New York, sem kom út árið 1992.

Susanna Reid meðstjórnandi Morgan í þáttunum Good Morning Britain birti mynd af Morgan við hlið dúfukonunnar og sagði mikil líkindi vera á milli þeirra.

„Af hverju er þetta alltaf að gerast?,“ sagði Morgan.

„Af því þetta er svo góð mynd. Margir horfa á Home Alone 2 og velta því fyrir sér hvort þetta ert þú Piers Morgan,“ svaraði Reid.

„Þetta er ekki ég. Ég er ekki pokakonan í Home Alone 2,“ þvertók Morgan fyrir.

„Þú ert dúfukonan í Home Alone 2,“ svaraði þá Reid. „Karakter þinn hjálpaði Kevin þegar þjófarnir höfðu umkringt hann í garðinum.“

„Þetta er ekki minn karakter. Ég hafði ekkert með þetta að gera,“ sagði Morgan, og minnti áhorfendur á að hann hefði leikið í samtals tíu myndum.

Þó að líkindin séu talsverð eins og Reid benti á þá var það leikkonan Brenda Fricker sem lék dúfukonuna í Home Alone 2.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira