Var á köflum meðhöndluð eins og kjötstykki

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Svala Björgvinsdóttir, sem var orðin stjórstjarna í poppbransanum á unga aldri er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar. Svala hefur tekið alls kyns beygjur á ferlinum, en alltaf haldið í ástríðuna fyrir að búa til tónlist. Hún þekkir ekkert annað en að eiga einn frægasta einstakling Íslands sem pabba og fékk músíkina nánast í vöggugjöf. Hún upplifiði mikinn kvíða sem ung kona og í viðtalinu tala hún og Sölvi um það tímabil:

,,Ég fæ mitt fyrsta kvíðakast þegar ég var sex ára og ég man það eins og það hafi gerst í gær. Af því að ef ég fæ kvíðakast í dag þá er það sama kvíðakastið. Það skrýtna við þetta er að þetta var ekki út af neinu merkilegu. Ég hélt að mamma og pabbi væru að skilja mig eftir, en þau voru bara að leita að mér í hverfinu og ég sé bílinn keyra í burtu. Þá fékk ég mitt fyrsta kvíðakast og gleymdi þessu aldrei, þó að þau hafi komið aftur mínútu seinna eða eitthvað. Ætli ég hafi ekki bara verið tilfinninganæmt barn. En kvíðaköst eru agalegt fyrirbæri. Svakalegur hjartsláttur, kaldur sviti, óraunveruleikatilfinning og maður nær varla andanum. Á tímabili þegar ég var unglingur byrjaði þetta að koma úr engu bara þegar ég var að horfa á sjónvarpið. En þetta er komið undir mikla stjórn hjá mér í dag.”

Svala Björgvins
Mynd / Unnur Magna

Svala segir að það hafi breytt öllu fyrir sig að fá hjálp og fara í bæði samtals- og lyfjameðferð.

,,Svo komst ég bara að því þegar ég var 25 ára að ég var bara ekki að framleiða nógu mikið seratónín og þess vegna var ég að fá kvíða. Ég var sett á seratónín lyf og þá lagaðist ég mjög mikið og fór að líða mun betur. Ég var búin að vera á hnefanum fram að því og skammaðist mín rosalega fyrir þetta. Ég þurfti aðstoð við að læra undir próf og fara í próf og á verstu köflunum gat ég bara ekki farið úr húsi af því að ég var með kvíða frá því ég vaknaði þangað til ég fór að sofa.”

Svala ræðir einnig um samskipti við karlmenn tengt ferli hennar, og segir að henni hafi verið stjórnað mikið á tímabili og látið undan.

,,Maður var svolítið eins og kjötstykki. Ég var á tímabili með 30 manna teymi sem voru allt karlmenn og þó að margir þeirra séu góðir vinir mínir í dag voru sumir af þeim að haga sér eins og dólgar. Það var oft sagt við mig að ég ætti að vera með hinum og þessum mönnum af því að það væri gott fyrir ferilinn minn. Að ég ætti að fá mér stór brjóst og vera svona og hinsegin. Ég var óörugg og lét stundum undan og endaði til dæmis einu sinni á að deita einn besta vin ,,Puff Daddy” bara af því að það átti að vera svo gott fyrir ferilinn minn. Maður var bara lítill og trúði stundum alls konar hlutum. Þetta var allt mjög mikil stjórnun á ákveðnu tímabili. Ég hafði ekkert að segja um hvernig myndatökur ættu að vera og skoðanir mínar voru bara alls ekki teknar alvarlega.”

,,Mér finnst að það ætti að vera jafnrétti í þessu. Það er ekki verið að slá upp fyrirsögnun jafnmikið þegar karlmenn byrja með yngri konum. Það er ennþá eins og það sé eitthvað tabú að konur séu með yngri mönnum. Ef að fólk er fullorðið og vill hittast er það ekki bara besta mál? Ég skil ekki alveg þennan mikla áhuga á því hvern ég er að deita. Það er bara ekkert áhugavert við það. Hverjum er ekki drullusama.”

Í viðtalinu ræða Sölvi og Svala um tónlistarferil Svölu, sem er orðinn langur og stórmerkilegur. Þegar hún var ung var í raun búið að ákveða að gera hana að stórstjörnu og öllu var tjaldað til, en síðan gerðust atburðir fyrir utan tónlistina sem Svala hafði lítið um að segja:

,,Svo lendi ég í ofboðslega leiðinlegum málum með ,,labelið” mitt. Platan mín átti að koma út 16. september 2001 og ég var í New York þegar árásirnar 11. september áttu sér stað. Ég átti að fara að túra og vera með stóra tónleika þegar það slökknar eðlilega bara á öllu. Við keyrðum inn til New York 10. september, fórum að sofa og vöknum svo daginn eftir og það vita allir hvað gerðist þá. Ég var á hóteli við Hudson-ánna nokkuð nálægt Tvíburaturnunum. Borginni var lokað og við vorum föst þarna í þrjá daga. Ég var með tónleika rétt fyrir utan New York viku seinna og ég þurfti að opna tónleikana með ræðu um Ameríku og 11. september fyrir framan 10 þúsund manns. Það var magnað atriði.”

Eftir þetta var öllu frestað og síðar varð samruni hjá plötufyrirtækjum sem endaði með því að Svala mátti ekki spila tónlist í langan tíma, eða allt þar til hún vann málaferli gegn plöturisanum.

,,Svo gerist það að ,,Priority” sem að ég var hjá eru lentir í fjárhagslegum vandræðum og þeir bara selja útgáfuna til ,,Capitol” og þeir selja það þannig að þeir eru bara að kaupa safnið af tónlistinni, en ætla sér ekki að gefa út neina nýja tónlistarmenn….þannig að ég er allt í einu búin að færast yfir og allir hjá ,,Priority” missa vinnuna og þeir ætluðu ekkert að gefa mig út, en áttu samt nafnið mitt og tónlistina mína. Ég var sett í skúffu bara.Við förum í málaferli sem taka þrjú ár og ég gat ekkert gefið neitt út eða notað nafnið mitt allan þann tíma. Við unnum málið og ég fékk nafnið mitt, ,,masterana” og allt það og skaðabætur og þá gat ég loks byrjað aftur að gera tónlist.”

Í viðtalinu fara Svala og Sölvi yfir magnaðan feril Svölu, ótrúleg augnablik á ferðalaginu og nýja kaflann í lífi hennar eftir að hún flutti heim til Íslands á nýjan leik í eftir margra ára útlegð í Bandaríkjunum.

Svala var í forsíðuviðtai Mannlífs 12. júní: „Fólk er alls konar, lífið er alls konar og það er líka erfitt“

- Auglýsing -

Athugasemdir

Lestu meira

Forstöðumaður SA kominn í samband

Davíð Þorláksson, forstöðumaður hjá Samtökum atvinnulífsins og Daniel Barrios Castilla eru nýtt par.Davíð fagnar fertugsafmæli í dag...

Ólöf Kristín stýrir Listasafni Reykjavíkur áfram

Ólöf Kristín Sigurðardóttir hefur verið endurráðin til fimm ára sem forstöðumaður Listasafns Reykjavíkur.„Undir hennar stjórn hefur tekist...