Viðkunnanlegi fjöldamorðinginn snýr aftur

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Michael C. Hall mun snúa aftur sem Dexter Morgan, blóðslettusérfræðingur lögreglunnar/fjöldamorðinginn viðkunnanlegi í 10 þátta þáttaröð Showtime. Um er að ræða níundu þáttaröðina um Dexter, en sýningar hófust haustið 2006 á Showtime við miklar vinsældir. Síðasti þáttur níundu þáttaraðar var sýndur 22. september 2013, og í honum setti Dexter dauða sinn á svið og hóf nýtt líf sem skógarhöggsmaður. Aðdáendur voru ekki par sáttir og gáfu þættinum D í einkunn.

„Dexter er svo einstök þáttaröð, bæði fyrir milljónir aðdáenda hennar og fyrir Showtime, en þessi byltingarkennda þáttaröð setti okkur á kortið fyrir mörgum árum síðan,“ segir Gary Levine forstjóri Showtime. Í fjögur ár hefur þeirri hugmynd verið varpað upp að endurvekja Dexter. „Við ætluðum aðeins að endurvekja þennan einstaka karakter ef gætum fundið góðan vinkill sem var verðugur fyrir þessa einstöku, orginal þáttaröð. Það gleður mig að tilkynna að Clyde Phillips og Michael C. Hall hafa fundið þann vinkill, og við getum ekki beðið eftir að hefja tökur og sýna heiminum!“

Framleiðandinn Clyde Phillips snýr aftur og eru tökur áætlaðar í vetur og sýningar haustið 2021.

- Auglýsing -

Athugasemdir

Orðrómur

Lestu meira