Víkingar mæta til leiks í Heiðmörk

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Almenningsíþróttamótin Landsnet MTB og Eldslóðin fara fram helgina 26. og 27. september. Keppnirnar eru hluti af Víkinga mótaröðinni en hinar keppnirnar eru Hengill Ultra hlaupið í Hveragerði og Kia Gullhringurinn á Laugarvatni. Hægt er að keppa í öllum mótunum en svo að sjálfsögðu í hverri fyrir sig. Mótið er unnið í samvinnu við Ungmennafélag Íslands og keppnirnar í Heiðmörk eru unnar í samstarfi við Stjörnuna í Garðabæ.

Fjallahjólakeppnin Landsnet MTB fer fram laugardaginn 26. september og hefst kl 14. Hjólað er frá Vífilstöðum upp með Vífilstaðaveginum og þar inn á línuveg Landsnets sem gengur ofarlega við Vífilstaðavatnið. Þaðan er hjólað að Elliðavatni, inn í Búrfellshraunið og inn að Búrfellsgjár veginum og síðan aftur til hægri meðfram Heiðmerkur veginum og inn að Vífilstöðum aftur. Keppt er í einum hring (23km), tveimur hringjum (44km) en svo er boðið upp á rafmagnshjólaflokk einum hring C2R flokk.

Eldslóðin verður svo daginn eftir, sunnudaginn 27. september. Hlaupið er frá Vífilstöðum meðfram Vífilstaðavatni inn að Búrfellsgjá og upp að Helgafelli og hringinn í kringum það og svo sem leið liggur til baka en þetta 28km utanvegahlaup en einnig eru í boði vegalengdirnar 5 km og 10 km. Þá er einnig boðið upp á liðakeppni í 28km vegalengdinni. Eldslóðin er ný keppnisbraut sem lögð er í samráði við nokkra þaulvana utanvegahlaupara og þar á meðan Friðleif Friðleifsson ráðgjafa mótaraðarinnar og þjálfara landsliðs utanvegahlaupara.

Landsnet MTB fer fram í Heiðmörk í nýrri keppnisbraut þar sem farið um malbik, slóða, malavegi og einstigi í gegnum skóga, hlíðar og allskonar króka.

Allir keppa, allir vinna, allir velkomnir

„Báðar brautirnar er hugsaðar þannig að um leið og þær eru áskoranir eru þær um leið fallegar og auðfarnar, með minni hækkun en gengur og gerist í stóru stærri keppnum. Þannig ættu allir að geta fundið sér vegalengd eða hraða sem hentar,“ segir Þórir Erlingsson, einn aðstandenda mótaraðarinnar og bætir við að boðið verður upp á rafmagnshjólaflokk í Landsnets keppninni.

Matarvagnapartý í markinu

Fyrir keppnirnar verður hellings upphitunar húllum hæ og matarvagnar á vegum Street Food Reykjavík verða á staðnum. Óvæntar uppákomur í brautunum og partý á eftir þar sem allir keppendur borða á matarvagni að eigin vali í boði keppninnar og svo verða þeir sem kepptu í öllum fjórum keppnum sumarsins verðlaunaðir sérstaklega í lok síðustu keppninnar. Eins og í öllum mótum mótaraðarinnar verður lögð áhersla á öryggi, umgjörð og gleði. Í lok hlaupsins fá allir keppendur þátttöku verðlaun, brautirnar verða vel merkt og brautaröryggi verður tryggt með vöktun.

Verðlaunapeningar mótaraðarinnar

Skipulögð sem viðburðir ekki bara keppnir

Allar keppnirnar eiga nokkra lykilþætti sameiginlega. Keppnisbrautirnar eru valdar út frá náttúrufegurðinni, allar vegalengdir henta byrjendum og áhugafólki en líka fremsta íþróttafólki landsins. „Vígorð keppnanna er: „Allir keppa, allir vinna og allir velkomnir“ og eru þær því einhverskonar sumarhátíð keppenda af öllum styrkleikum,“ segir Þórir. „Öll eru mótin skipulögð sem fjölskylduvænir viðburðir og afþreying utan um íþróttakeppnir með það að leiðarljósi að mótin séu einnig skemmtun fyrir bæði þátttakendur og fjölskyldur þeirra sem og almenna áhorfendur.“ Afþreying er í boði fyrir aðstandendur og áhorfendur á hverju móti fyrir sig og grill og gleði er eftir að keppendur koma í mark í þeim öllum.

Öryggi ofar öllum áherslum eins og fyrri ár

„Þessi hópur sem stendur að mótunum hefur langa og mikla reynslu af skipulagi viðburða og öryggismálum. Við teiknuðum strax upp smávægilegar breytingar á ræsingarfyrirkomulagi keppnanna og gerðum breytingar á lokaathöfnum mótanna. Áætlanir gera nú ráð fyrir að ekki verði stór lokahátíð á fyrstu mótunum heldur nokkrar smærri. Þá er boðið upp á ræsingar í allri mótaröðinni þannig að enginn þurfi að vera nær öðrum þátttakanda en tveimur metrum,“ segir Þórir.

- Auglýsing -

Athugasemdir

Lestu meira