Allir velkomnir í afmæli á Reykjavík Meat – Sjáðu afmælisseðilinn

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -
Veitingastaðurinn Reykjavík Meat fagnar nú tveggja ára afmæli og af því tilefni býður staðurinn upp á girnilegan fjögurra rétta matseðill á frábæru afmælisverði. Afmælisseðillinn kostar aðeins 6.990 krónur og stendur afmælisveislan yfir fram til 13. september. 

Reykjavík Meat steikhúsið opnaði fyrir tveimur árum á horninu á Frakkastíg og Hverfisgötu í nýju húsi á gamalgrónum stað í miðbæ Reykjavíkur, og hefur fest sig í sessi sem eitt af vinsælustu steikhúsum landsins. Staðurinn leggur mikið metnað í hráefnisval og breiðu úrvali af steikum. Þá er vínkompa staðarins augnayndi en þar rúmast 90 tegundir af rauðvíni og hátt í 360 flöskur. 

Í afmælisveislu Reykjavík Meat getur þú líka skellt þér á flottan kokteil en einn af veitingastjórum steikhússins, Patrekur Ísak, er íslandsmeistari barþjóna og lenti hann í fjórða sæti á heimsmeistaramóti greinarinnar.

Svona lítur hinn girnilegi afmælismatseðilll Reykjavík Meat út:

 

Carpaccio

Klettasalat, parmesan, truffluolía, sítróna.
———————
Bleikja
Svartur hvítlaukur, parmaskinka, pera,
graskersfræ, stökkt brauð, dill 
———————
Nautalund
Sæt kartafla, rauðlaukur, sellerírót, smælki kartöflur, soðgljái.
———————
“SNICKERS” 
Salthnetur, karamella, mjólkursúkkulaði
- Auglýsing -

Athugasemdir

Lestu meira