Matur sem lagður er metnaður í – No Concept býður upp á „take-away“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

„No Concept er „posh“ útgáfa af „fast food,“ við erum með alvöru hamborgara sem við leggjum mikinn metnað í, kjúklingavængi, pítsur, nautasteik, burrata salat og fleira. Við erum með fáa rétti en leggjum mikið upp úr þeim og að þeir séu gerðir almennilega. Lykilatriði er að matreiðslan taki ekki of langan tíma, og geti verið réttir til að deila, sem býður alltaf upp á góða stemningu,“ segir Agnar Sverrisson, sem opnaði í byrjun október veitingastaðinn No Concept á Hverfisgötu 6 í Reykjavík. Eigendur hans eru auk Agnars, bróðir hans Valþór Örn Sverrisson og Jón Örn Jóhannesson, sem er jafnframt yfirkokkur staðarins.

Íslensk nautalund, franskar og bernaise Mynd / Addi

„Take-away“ hentug lausn

„Það stóð ekki til að vera með „take away“, en þegar hertar samkomureglur eru settar á vegna COVID-19 þá var upplagt að bjóða upp á slíkt,“ segir Agnar. „Við áttum von á hertum reglum eftir að við opnuðum 2. október, en við ákváðum samt að opna. Þannig náum við starfsfólkið að slípa okkur vel saman og kannski bara ágætt að ekki sé fullt hús öll kvöld, þá náum við að æfa okkur og erum tilbúin þegar má aftur hafa alvöru opnun. Það var klikkað að gera síðustu helgi hjá okkur, og það er búið að vera stanslaust 16 manns hjá okkur þessa vikuna, eins og leyfilegt er, það hefur því verið nóg að gera eins og reglurnar leyfa. En við getum gert meira og því ákváðum við að bjóða upp á „take away“ sem hentar vel fyrir marga og kannski sérstaklega fólk sem starfar og býr í nágrenni við okkur.“

Boðið er upp á pizzur, burrata salat og buffalo vængi í „take away.“

Buffalo vængir Mynd / Addi

Matseðill staðarins

Gleðin einkennir staðinn

„Það er einfalt, það er bara svo ofboðslega gaman hérna,“ segir Agnar og brosir, aðspurður um hvað einkenni staðinn. „Mér finnst hafa vantað stað sem er rosa gaman að gera á, geggjuð tónlist, smá partý en samt rosa „professional“ og góður matur. Við erum með eitthvað fyrir alla: þú getur horft á fótbolta, þó að hann sé bara svona í bakgrunninum, síðan getur þú komið í góðan mat, hlustað á dj, komið og fengið þér bjór, dýr og flott vín, eða ódýrari vín. Ég myndi segja að við erum með allan pakkann.

Agnar Sverrisson

Þú átt að geta komið hingað í hádeginu og þú vilt ekkert fara heim. Margir fara á einn stað í drykk í eftirmiðdaginn, annað að borða og svo jafnvel á þriðja staðinn að fá sér drykk eftir á. No Concept er bara einn staður með öllu og þú ert bara hjá okkur, hér er allt í boði.“

 

Burrata salat Mynd / Addi

Voruð þið ekkert stressaðir að opna nýjan veitingastað í miðjum heimsfaraldri ?

„Nei í raun og veru ekki, ég segi bara að No Concept er kominn til að vera, hann er ekki hugsaður sem skammtímaopnun. Staðurinn er skuldlaus og við erum að fara skynsamlega í reksturinn. En það er auðvitað glatað að geta ekki eins og er tekið á móti fleiri en 16 manns í einu,“ segir Agnar og hlakkar greinilega til þegar ástandið verður eðlilegt á ný. „Fólk verður bara enn spenntara að koma til okkar, fólk hringir hér daglega til að athuga hvort það geti pantað borð, sem er ekki hægt eins og er, fólk verður bara að koma.“

No Concept er á Hverfisgötu 6, Reykjavík. Síminn er 454-0200 og heimasíðan noconcept.is.
Tekið er á móti pöntunum fyrir take-away frá kl. 12-21.
No Concept er opinn mánudaga til miðvikudaga frá klukkan 15 til 21, og fimmtudaga til sunnudaga frá klukkan 11.30 til 21. (Opnunartími verður til kl. 23 alla daga þegar reglum sóttvarnayfirvalda léttir 19. október. Að sögn Agnars er planið að hafa opið til klukkan 1 þegar fram í sækir).

Girnilegar súrdeigspizzur Mynd / Addi

Borgarinn er veglegur Mynd / Addi

Flatbrauð með hummus Mynd / Addi

Stúdíó-Birtingur í samstarfi við No Concept.

- Auglýsing -

Athugasemdir

Orðrómur

Lestu meira