Sjáland færir þér jólin heim með hátíðarmat og listamönnum í streymi

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Veitingastaðurinn Sjáland í Garðabæ býður upp á hátíðarpakka fyrir jólin, sem ættu að vera kærkomnir fyrir starfsmannahópa eða vinahópa. Á þessum fordæmalausu tímum hafa eflaust margir tekið þá ákvörðun að fresta eða aflýsa starfsmannagleði eða vinahitting fyrir jólin sem er stór hluti af jólahefðinni. Starfsfólks Sjálands vill halda í þessar hefðir og býður því upp á hátíðarpakka fyrir þinn hóp sent heim til þín.

Hver pöntun fær upplifun heim í stofu í beinu streymi frá nokkrum af okkar ástsælustu tónlistarmönnum. Eyþór Ingi Gunnlaugsson, Sigríður Thorlacius og Valdimar verða á hátíðlegum nótum beint heim í stofu, ásamt gómsætum jólaréttum úr veislueldhúsi Sjálands.

Matseðill má nálgast hér, en á meðal rétta eru villibráðapaté með sultuðum berjum haustsins, Rauðrófur, reyktur tindur og poppað bygg, ofnbökuð og hunangsgljáð kalkúnabringa með eplum,trönuberjum, og pekan hnetum, og hvítsúkkulaði búðingur, kristallað hvítsúkkulaði og rifsber.

Lágmarkspöntun er fyrir fjóra.

Láttu gott af þér leiða um jólin

Í veislusal Sjálands hefur verið komið fyrir glæsilegu og fagurlega skreyttu jólatréi þar sem starfsfólk Sjálands ætlar að safna saman jólagjöfum frá samstarfsaðilum sínum og vinum sem síðan verður komið áfram til þeirra sem þurfa á að halda.

„Við hvetjum alla til þess að hjálpa okkur að gera jólin gleðileg fyrir sem flesta með því að lauma pakka undir jólatréð, merktan aldri og kyni þess sem pakkinn er ætlaður,“ segir starfsfólk Sjálands.

Sjáland býður einnig upp á jólabröns og jólamatseðill í sal, og má nálgast allar upplýsingar hér, en Sjáland sem hefur átt miklum vinsældum að fagna frá opnun fyrr á árinu býður nú upp á sín fyrstu jól með tilheyrandi kræsingum á matseðli.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Athugasemdir

Orðrómur

Forsíðuviðtal Mannlífs

Lestu meira