Stjörnufólk keyrir út heimsendan mat: „Spenna í loftinu hver kemur í heimsókn“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Meistaraflokksleikmenn íþróttafélagsins Stjörnunnar í Garðabæ sinna nú heimsendingarþjónustu á ljúffengum mat. Það gera þeir í samstarfi við veitingastaðina Mathús Garðabæjar og Sjáland en öll innkoman af heimkeyrslunni rennur beint til Stjörnunnar.

Forsvarsmenn félagsins hafa tekið höndum saman við veitingastaðina tvo í kórónuveirufaraldrinum þar sem Stjarnan hefur orðið fyrir verulegri tekjuskerðingu. Nú geta viðskiptavinir fengið matinn sendan heim að dyrum og styrkt íþróttafélagið í leiðinni. Af þessu tilefni bjóða veitingastaðirnir líka upp á 20 prósenta afslátt í heimsendingu. „Við erum að sjálfsögðu með allar sóttvarnir á hreinu og gætum ítrustu varúðar,“ segir í tilkynningu frá Steindóri Þórarinssyni markaðsstjóra. 

Það eru meistaraflokksleikmenn kvenna og karla sem keyra út matinn. Mynd / Aðsend.

Boðið er uppá fast gjald heimsendingar uppá 1.500 krónur en þá getur fólk einnig lagt inn frjáls framlög sem renna beint til Stjörnunnar. Ása Inga Þorsteinsdottir, framkvæmdastjóri Stjörnunnar, segir átakið hafa farið mjög vel af stað og það sé jákvætt að fylgjast með þegar krakkarnir hitti fyrirmyndirnar sínar. Aðspurð segir hún nokkuð um það að fólk forvitnist hvaða leikmenn það verði sem komi til þeirra.

„Þetta hefur gengið vel og er bara mjög jákvætt. Allur stuðningur sem við getum fengið til reksturs íþróttastarfs er grunnforsenda fyrir því að við getum haldið þessu úti. Við sitjum með fullt af leikmönnum sem hvorki mega æfa né keppa, öll aðstoð er okkur mjög dýrmæt og kærkomin. Með þessu eru allir aðilar að vinna. Það hefur líka verið gaman að sjá að það eru aðilar sem eru að borga meira fyrir heimkeyrsluna og standa þannig betur við bakið á félaginu. Ég upplifi spennu í loftinu hjá fólki hvaða leikmenn það fær í heimsókn. Ég viðurkenni að sumir hafa reynt að forvitnast hvort einhver ákveðinn einstaklingur er á vakt,“ segir Ása.

Ása Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Stjörnunnar. Mynd / Umgmennafélag Íslands.

Stúdíó-Birtingur í samstarfi við Sjáland.

- Auglýsing -

Athugasemdir

Orðrómur

Lestu meira