Gestgjafinn: Lasagne með hægelduðu lambaragúi

Mynd/Hallur Karlsson

fyrir 4-6
Hér er lambaragú gert úr hægelduðum lambaskönkum sem eru eldaðir í 2-3 klst. þannig að gott er að gefa sér nægan tíma í eldamennskuna fyrir þennan rétt en við lofum að hver mínúta verður þess virði. Þrátt fyrir tímalengdina þá er eldamennskan sjálf ekki flókin. Einnig er hægt að nota ragúið sem pastasósu með öðru pasta eða matreiða aukalega skammt til að eiga inn í frysti þegar tíminn er naumur en við viljum samt gera vel við okkur.

Fyrir1 Skammtur

 1 msk ólífuolía
 2 kg lambaskankar
 1 ½ tsk. sjávarsalt1-2 tsk.
 1 ½ tsk. svartur piparnýmalaður 1-2 tsk.
 1 stk. laukurskorinn í þunnar sneiðar
 6 stk. hvítlauksgeirarsaxaðir fínt
 1 msk hveiti
 55 g púðursykur
 125 ml rauðvínsedik
 ½ cup tímíanlauf1/2 hnefafylli
 1 ½ msk reykt paprika
 500 ml kjúklingasoð
 400 g skornir tómatar í dós
 4 stk. lárviðarlauf
 270 g lífrænn Búlands-havarti-ostur frá Biobúeða annar sambærilegur ostur
 200 g mozzarella-osturrifinn
 200 g lasagne-plöturhelst ferskar
Béchamel-sósa
 40 g smjörósaltað
 35 g hveiti
 500 ml mjólk
 1 ½ msk dijon-sinnep

Lasagne
1

Hitið ofn í 180°C. Hitið olíu í stórri þykkbotna pönnu og hafið á miðlungsháum hita. Þerrið lambaskankana og sáldrið salti og pipar yfir. Steikið lambaskankana á pönnunni þar til þeir eru vel brúnaðar alls staðar. Takið lambaskankana af pönnunni og setjið til hliðar. Steikið saman lauk og hvítlauk upp úr örlítilli olíu í 4-6 mín. þar til er lítilega brúnað. Bætið við hveiti og eldið saman í 1 mín. Bætið við sykri, ediki, tímían, reyktri papriku og cayenne-pipar og hrærið vel saman. Bætið soði, tómötum og lárviðarlaufum saman við og komið upp suðu. Setjið lambaskankana í djúpt eldfast mót eða steikarfat sem má fara inn í ofn. Hellið blöndunni af pönnunni yfir og lokið með álpappír eða loki. Eldið í 2 klst. og 15 mín. eða þar til kjötið er orðið meyrt og fellur auðveldlega af beinunum. Takið kjötið varlega upp úr vökvanum og setjið á fat. Hreinsið kjötið frá beinunum og rífið það niður í höndunum eða með gaffli. Setjið kjötið aftur saman við vökvann í fatinu og setjið til hliðar.

Béchamel-sósa
2

Bræðið smjör á miðlungsstórri pönnu. Bætið hveiti saman við og eldið saman í 1-2 mín. eða þar til allt hefur samlagast vel. Hellið mjólkinni rólega saman við og hrærið með píski allan tímann. Eldið í 1 mín. eða þar til blandan hefur þykknað og hrærið í allan tímann. Takið af hitanum og hrærið dijon-sinnepið saman við. Setjið til hliðar og látið kólna örlítið. Setjið havartiost og mozzarella-ost saman í skál og blandið saman. Hækkið í ofninum í 200°C. Smyrjið bökunarform sem heldur u.þ.b. 3,5 l með olíu og leggið lasagne-plötur í botninn, snyrtið plöturnar til þannig að þær þekji alveg formið. Setjið ½ kg af lambaragúi ofan á lasagne-plöturnar og sáldrið 1/3 af ostablöndunni yfir. Endurtakið ferlið einu sinni og endið á lasagne-plötum. Hellið béchamel-sósu yfir lasagne-plöturnar ásamt restinni af ostinum. Bakið í miðjum ofni í 30-40 mín. Sáldrið yfir tímíanlaufum ef vill og látið kólna í 10 mín. áður en rétturinn er borinn fram.

Umsjón / Folda Guðlaugsdóttir
Myndir / Hallur Karlsson
Stílisti / Stefanía Albertsdóttir og Folda Guðlaugsdóttir

Hráefni

 1 msk ólífuolía
 2 kg lambaskankar
 1 ½ tsk. sjávarsalt1-2 tsk.
 1 ½ tsk. svartur piparnýmalaður 1-2 tsk.
 1 stk. laukurskorinn í þunnar sneiðar
 6 stk. hvítlauksgeirarsaxaðir fínt
 1 msk hveiti
 55 g púðursykur
 125 ml rauðvínsedik
 ½ cup tímíanlauf1/2 hnefafylli
 1 ½ msk reykt paprika
 500 ml kjúklingasoð
 400 g skornir tómatar í dós
 4 stk. lárviðarlauf
 270 g lífrænn Búlands-havarti-ostur frá Biobúeða annar sambærilegur ostur
 200 g mozzarella-osturrifinn
 200 g lasagne-plöturhelst ferskar
Béchamel-sósa
 40 g smjörósaltað
 35 g hveiti
 500 ml mjólk
 1 ½ msk dijon-sinnep

Leiðbeiningar

Lasagne
1

Hitið ofn í 180°C. Hitið olíu í stórri þykkbotna pönnu og hafið á miðlungsháum hita. Þerrið lambaskankana og sáldrið salti og pipar yfir. Steikið lambaskankana á pönnunni þar til þeir eru vel brúnaðar alls staðar. Takið lambaskankana af pönnunni og setjið til hliðar. Steikið saman lauk og hvítlauk upp úr örlítilli olíu í 4-6 mín. þar til er lítilega brúnað. Bætið við hveiti og eldið saman í 1 mín. Bætið við sykri, ediki, tímían, reyktri papriku og cayenne-pipar og hrærið vel saman. Bætið soði, tómötum og lárviðarlaufum saman við og komið upp suðu. Setjið lambaskankana í djúpt eldfast mót eða steikarfat sem má fara inn í ofn. Hellið blöndunni af pönnunni yfir og lokið með álpappír eða loki. Eldið í 2 klst. og 15 mín. eða þar til kjötið er orðið meyrt og fellur auðveldlega af beinunum. Takið kjötið varlega upp úr vökvanum og setjið á fat. Hreinsið kjötið frá beinunum og rífið það niður í höndunum eða með gaffli. Setjið kjötið aftur saman við vökvann í fatinu og setjið til hliðar.

Béchamel-sósa
2

Bræðið smjör á miðlungsstórri pönnu. Bætið hveiti saman við og eldið saman í 1-2 mín. eða þar til allt hefur samlagast vel. Hellið mjólkinni rólega saman við og hrærið með píski allan tímann. Eldið í 1 mín. eða þar til blandan hefur þykknað og hrærið í allan tímann. Takið af hitanum og hrærið dijon-sinnepið saman við. Setjið til hliðar og látið kólna örlítið. Setjið havartiost og mozzarella-ost saman í skál og blandið saman. Hækkið í ofninum í 200°C. Smyrjið bökunarform sem heldur u.þ.b. 3,5 l með olíu og leggið lasagne-plötur í botninn, snyrtið plöturnar til þannig að þær þekji alveg formið. Setjið ½ kg af lambaragúi ofan á lasagne-plöturnar og sáldrið 1/3 af ostablöndunni yfir. Endurtakið ferlið einu sinni og endið á lasagne-plötum. Hellið béchamel-sósu yfir lasagne-plöturnar ásamt restinni af ostinum. Bakið í miðjum ofni í 30-40 mín. Sáldrið yfir tímíanlaufum ef vill og látið kólna í 10 mín. áður en rétturinn er borinn fram.

Gestgjafinn: Lasagne með hægelduðu lambaragúi