Gestgjafinn: Lasagne með hægelduðu lambaragúi

Mynd/Hallur Karlsson

Share

Fyrir1 Skammtur

 1 msk ólífuolía
 2 kg lambaskankar
 1 ½ tsk. sjávarsalt1-2 tsk.
 1 ½ tsk. svartur piparnýmalaður 1-2 tsk.
 1 stk. laukurskorinn í þunnar sneiðar
 6 stk. hvítlauksgeirarsaxaðir fínt
 1 msk hveiti
 55 g púðursykur
 125 ml rauðvínsedik
 ½ cup tímíanlauf1/2 hnefafylli
 1 ½ msk reykt paprika
 500 ml kjúklingasoð
 400 g skornir tómatar í dós
 4 stk. lárviðarlauf
 270 g lífrænn Búlands-havarti-ostur frá Biobúeða annar sambærilegur ostur
 200 g mozzarella-osturrifinn
 200 g lasagne-plöturhelst ferskar
Béchamel-sósa
 40 g smjörósaltað
 35 g hveiti
 500 ml mjólk
 1 ½ msk dijon-sinnep

Lasagne
1

Hitið ofn í 180°C. Hitið olíu í stórri þykkbotna pönnu og hafið á miðlungsháum hita. Þerrið lambaskankana og sáldrið salti og pipar yfir. Steikið lambaskankana á pönnunni þar til þeir eru vel brúnaðar alls staðar. Takið lambaskankana af pönnunni og setjið til hliðar. Steikið saman lauk og hvítlauk upp úr örlítilli olíu í 4-6 mín. þar til er lítilega brúnað. Bætið við hveiti og eldið saman í 1 mín. Bætið við sykri, ediki, tímían, reyktri papriku og cayenne-pipar og hrærið vel saman. Bætið soði, tómötum og lárviðarlaufum saman við og komið upp suðu. Setjið lambaskankana í djúpt eldfast mót eða steikarfat sem má fara inn í ofn. Hellið blöndunni af pönnunni yfir og lokið með álpappír eða loki. Eldið í 2 klst. og 15 mín. eða þar til kjötið er orðið meyrt og fellur auðveldlega af beinunum. Takið kjötið varlega upp úr vökvanum og setjið á fat. Hreinsið kjötið frá beinunum og rífið það niður í höndunum eða með gaffli. Setjið kjötið aftur saman við vökvann í fatinu og setjið til hliðar.

Béchamel-sósa
2

Bræðið smjör á miðlungsstórri pönnu. Bætið hveiti saman við og eldið saman í 1-2 mín. eða þar til allt hefur samlagast vel. Hellið mjólkinni rólega saman við og hrærið með píski allan tímann. Eldið í 1 mín. eða þar til blandan hefur þykknað og hrærið í allan tímann. Takið af hitanum og hrærið dijon-sinnepið saman við. Setjið til hliðar og látið kólna örlítið. Setjið havartiost og mozzarella-ost saman í skál og blandið saman. Hækkið í ofninum í 200°C. Smyrjið bökunarform sem heldur u.þ.b. 3,5 l með olíu og leggið lasagne-plötur í botninn, snyrtið plöturnar til þannig að þær þekji alveg formið. Setjið ½ kg af lambaragúi ofan á lasagne-plöturnar og sáldrið 1/3 af ostablöndunni yfir. Endurtakið ferlið einu sinni og endið á lasagne-plötum. Hellið béchamel-sósu yfir lasagne-plöturnar ásamt restinni af ostinum. Bakið í miðjum ofni í 30-40 mín. Sáldrið yfir tímíanlaufum ef vill og látið kólna í 10 mín. áður en rétturinn er borinn fram.
Umsjón: Folda Guðlaugsdóttir
Myndir: Hallur Karlsson
Stílisti: Stefanía Albertsdóttir og Folda Guðlaugsdóttir

Hráefni

 1 msk ólífuolía
 2 kg lambaskankar
 1 ½ tsk. sjávarsalt1-2 tsk.
 1 ½ tsk. svartur piparnýmalaður 1-2 tsk.
 1 stk. laukurskorinn í þunnar sneiðar
 6 stk. hvítlauksgeirarsaxaðir fínt
 1 msk hveiti
 55 g púðursykur
 125 ml rauðvínsedik
 ½ cup tímíanlauf1/2 hnefafylli
 1 ½ msk reykt paprika
 500 ml kjúklingasoð
 400 g skornir tómatar í dós
 4 stk. lárviðarlauf
 270 g lífrænn Búlands-havarti-ostur frá Biobúeða annar sambærilegur ostur
 200 g mozzarella-osturrifinn
 200 g lasagne-plöturhelst ferskar
Béchamel-sósa
 40 g smjörósaltað
 35 g hveiti
 500 ml mjólk
 1 ½ msk dijon-sinnep

Leiðbeiningar

Lasagne
1

Hitið ofn í 180°C. Hitið olíu í stórri þykkbotna pönnu og hafið á miðlungsháum hita. Þerrið lambaskankana og sáldrið salti og pipar yfir. Steikið lambaskankana á pönnunni þar til þeir eru vel brúnaðar alls staðar. Takið lambaskankana af pönnunni og setjið til hliðar. Steikið saman lauk og hvítlauk upp úr örlítilli olíu í 4-6 mín. þar til er lítilega brúnað. Bætið við hveiti og eldið saman í 1 mín. Bætið við sykri, ediki, tímían, reyktri papriku og cayenne-pipar og hrærið vel saman. Bætið soði, tómötum og lárviðarlaufum saman við og komið upp suðu. Setjið lambaskankana í djúpt eldfast mót eða steikarfat sem má fara inn í ofn. Hellið blöndunni af pönnunni yfir og lokið með álpappír eða loki. Eldið í 2 klst. og 15 mín. eða þar til kjötið er orðið meyrt og fellur auðveldlega af beinunum. Takið kjötið varlega upp úr vökvanum og setjið á fat. Hreinsið kjötið frá beinunum og rífið það niður í höndunum eða með gaffli. Setjið kjötið aftur saman við vökvann í fatinu og setjið til hliðar.

Béchamel-sósa
2

Bræðið smjör á miðlungsstórri pönnu. Bætið hveiti saman við og eldið saman í 1-2 mín. eða þar til allt hefur samlagast vel. Hellið mjólkinni rólega saman við og hrærið með píski allan tímann. Eldið í 1 mín. eða þar til blandan hefur þykknað og hrærið í allan tímann. Takið af hitanum og hrærið dijon-sinnepið saman við. Setjið til hliðar og látið kólna örlítið. Setjið havartiost og mozzarella-ost saman í skál og blandið saman. Hækkið í ofninum í 200°C. Smyrjið bökunarform sem heldur u.þ.b. 3,5 l með olíu og leggið lasagne-plötur í botninn, snyrtið plöturnar til þannig að þær þekji alveg formið. Setjið ½ kg af lambaragúi ofan á lasagne-plöturnar og sáldrið 1/3 af ostablöndunni yfir. Endurtakið ferlið einu sinni og endið á lasagne-plötum. Hellið béchamel-sósu yfir lasagne-plöturnar ásamt restinni af ostinum. Bakið í miðjum ofni í 30-40 mín. Sáldrið yfir tímíanlaufum ef vill og látið kólna í 10 mín. áður en rétturinn er borinn fram.

Gestgjafinn: Lasagne með hægelduðu lambaragúi