Alltaf ánægjulegt að lesa Ísfólkið

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Í fyrra sendi Unnur Lilja Aradóttir frá sér sína fyrstu skáldsögu, Einfaldlega Emma, en kveikjan að henni var kjaftasaga sem barst um vinnustað hennar. Í ár kemur frá henni ný saga og þessi er þrungin spennu og drama. Kafað er ofan í flókin og margslungin ástarsambönd. Staða konunnar könnuð og hvernig ofbeldi nær að þróast og vaxa í samskiptum. Unnur Lilja skrifar ekki bara sjálf heldur les hún mikið.

Hvaða bók er á náttborðinu þínu núna?

„Á náttborðinu er ég með Bak við luktar dyr, eftir B.A. Paris, Ég á þetta barn, eftir Oyinkan Braitthwaile og Þjóðsögur Jóns Árnasonar sem ég er að lesa með dóttur minni,“ segir Unnur Lilja.

Hvaða bók lastu síðast og hvað fannst þér um hana? „Síðasta bók sem ég lauk við er Glæpurinn, ástarsaga eftir Árna Þórarinsson. Hún er fljótlesin, spennandi og heldur manni alveg til enda en hefði mátt vera dýpri og hefði vel verið hægt að gera meira úr þessari sögu.“

Er einhver nýútkomin bók sem þú getur ekki beðið eftir að lesa? „Ég get ekki sagt að ég bíði sérstaklega eftir einhverri nýrri bók. Ég les yfirleitt bara það sem kemur upp í hendurnar á mér hverju sinni og er ég oftar en ekki nokkrum árum eftir á í að lesa „nýjar“ bækur.“

Áttu þér einhverja uppáhaldsbók sem þú lest reglulega aftur? „Ég veit nú varla hvort ég geti sagt að ég eigi uppáhaldsbók en ég hef haft ánægju af að lesa Ísfólkið frá því að ég kynntist seríunni fyrst sem unglingur. Þetta eru bækur sem ég get gripið í og lesið aftur og aftur og skiptir þá ekki máli í hvaða röð ég les bækurnar,“ segir hún að lokum.

Unnur Lilja er hluti af bókumfjöllun Vikunnar að þessu sinni.
Tryggðu þér áskrift að Vikunni í vefverslun >

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Athugasemdir

Orðrómur

Forsíðuviðtal Mannlífs

Lestu meira