Auðmjúk eftir dvölina í Suður-Afríku – „Þessi reynsla dró mann niður á jörðina“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Í viðtali sem birtist á vef Vikunnar segir útvarpskonan Vala Eiríks frá því sem hefur mótað hana í lífinu og því sem veitir henni innblástur. Hún segir dvöl í Suður-Afríku hafa breytt henni til frambúðar. 

Þegar Vala er spurð út í hvað annað hafi mótað hana í lífinu segir Vala: „Þetta er kannski algjör klisja en það sem hefur mótað mig mest er fjölskyldan mín og fólkið mitt. Það að verða móðursystir markaði mig líka á rosalega sérstakan hátt. Í dag skilgreini ég mig sem frænku fram yfir flest allt annað.“ Hún segir ferðalög og innsýn inn í aðra menningarheima einnig hafa haft mótandi áhrif á sig.

„Ég fór í sjálfboðastarf til Suður-Afríku árið 2014 sem hafði rosaleg áhrif á mig og ég tók allt aðra stefnu í lífinu eftir það ævintýri. Þar var ég að vinna á griðastað fyrir ljón og önnur stórkattardýr sem mér þótti ofboðslega gaman,“ segir Vala sem er mikill dýravinur.

View this post on Instagram

Ástin 💛

A post shared by Valdís Eiríksdóttir (@valaeiriks) on

„Þar sem ég dvaldi var bara litið á svart fólk sem vinnufólk og ég átti rosalega erfitt með það.“

„Dýravernd skiptir mig miklu máli enda var ég alin upp með það að leiðarljósi að velferð dýra skiptir ekki minna máli en velferð okkar mannfólksins. Mamma og pabbi ólu okkur systurnar þannig upp að við eigum að koma vel fram við alla og standa upp fyrir þeim sem þurfa á því að halda, sérstaklega þeim sem hafa ekki eigin rödd. Vinnan með dýrunum hafði mótandi áhrif á mig en líka það að upplifa allt annan menningarheim þar sem mannréttindi eru ekki komin eins langt og hér á Íslandi. Þar sem ég dvaldi var bara litið á svart fólk sem vinnufólk og ég átti rosalega erfitt með það, það ávarpaði mig ekki með nafni, ég var bara „miss“ fyrir þeim. Þessi reynsla dró mann niður á jörðina og kenndi mér þakklæti og auðmýkt, hún vakti líka upp svolitla reiði hjá mér. Ég áttaði mig þarna á hvað ég er rosalega heppin.“

Viðtalið við Völu má lesa í heild sinni hérna.

- Auglýsing -

Athugasemdir

Orðrómur

Lestu meira

Alma og Joey Christ og eiga von á barni

Parið Alma Gytha Huntingdon-Williams, jarðfræðingur, og Jóhann Kristófer Stefánsson, útvarpsmaður og rappari, eiga von á barni.Jóhann, sem...