Auglýsingin sem vakti athygli – Hvað þýðir talan 39?

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Auglýsing með tölunni 39 og engu öðru hefur vakið athygli undanfarna daga. Auglýsingin er einföld í sniðum og sýnir töluna 39 á appelsínugulum bakgrunni, en engan frekari texta og hafa men því velt fyrir sér hvað talan 39 stendur fyrir.

Hulunni hefur nú verið svipt af auglýsingunni. Talan 39 stendur fyrir þau sjálfsvíg sem áttu sér stað á Íslandi árið 2019.

Auglýsingin er á vegum Geðhjálpar, en nýtt blað Geðhjálpar kemur út í dag.

Lesa má blaðið í heild sinni hér.

„Sjálfsvíg eru einn af mælikvörðum geðheilsu í samfélaginu á hverjum tíma. Þau eru endapunktur og óafturkræf. Árið 2019 tóku 39 Íslendingar líf sitt. Tilgangurinn með því að birta tölu sjálfsvíga á Íslandi á síðasta ári er fyrst og fremst að beina sjónum að orsakaþáttum geðheilbrigðis. Þannig má auka umræðu um geðheilsu og orsakaþætti hennar og þannig stuðla að framförum. Sjálfsvíg eru staðreynd sem samfélög þurfa að lifa með en þeim á ekki að fylgja skömm og/eða afneitun. Skynsamlegra er að horfast í augu við þau, viðurkennum en reynum jafnframt að koma í veg fyrir þau og draga úr tíðni þeirra. Leiðin til þess er að bæta og rækta geðheilsu þjóðarinnar og gefa henni gaum,“ segir í fréttatilkynningu frá Geðhjálp.

Sjá einnig: „Alveg klár vísbending að tíðni sjálfvíga er að aukast“

Áhersla samfélagsins í málefnum geðheilbrigðis hefur um langa hríð miðast að einkennum, meðferð og endurhæfingu á vanda sem þegar er kominn upp í staðinn fyrir að horfa til orsakaþátta.

„Þetta er það sem við köllum að vera fyrir neðan fossinn. Fyrir neðan fossinn fer fram meðferð og endurhæfing á einkennum. Þar er vissulega víða pottur brotinn. Þar þarf að skoða hugmyndafræði, þvinganir og nauðung, fábreyttar aðferðir við meðferð, vannýtta heilsugæslu, mikla starfsmannaveltu, vond kjör starfsmanna, takmarkaða aðkomu notenda og aðstandenda, heftan aðgang að sálfræðimeðferð, einhæfni í nálgun sálfræðinga, gamaldags nálgun í aðstandendavinnu, takmörkuð búsetuúrræði, skort á virkniúrræðum og húsakost geðþjónustu á Íslandi.

Geðhjálp skorar á Íslendinga að standa saman og setja geðheilsu í forgang í samfélaginu.

„Við búum öll við geðheilsu og á lífsleiðinni göngum við öll í gegnum eitthvað sem hefur áhrif á hana. Nú finnum við á eigin skinni og sjáum það á fólkinu í kringum okkur hvað einangrun, óvissa og breytingar á athöfnum daglegs lífs geta haft mikil áhrif. Orsakaþættir geðheilsu eru fjölmargir og það skiptir máli hvernig við hugum að þeim og ræktum.“

Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins 1717 og netspjallið. Einnig er hægt að leita til Píeta samtakanna, síminn þar er opinn allan sólahringinn 552 2218 og vefsíðan www.pieta.is.

Taktu þátt og saman setjum við geðheilsu í forgang í samfélaginu. Þú getur skrifað undir áskorun þess efnis hér: www.39.is.

Sjá einnig: Skelfilegar tölur frá lögreglu: Sjálfsvígum snarfjölgar í Covid-faraldri

Sjá einnig: Aukin tíðni Covid-sjálfsvíga: „Gagnsæi nauðsynlegt til að læra af aðgerðunum“

- Auglýsing -

Athugasemdir

Orðrómur

Lestu meira

Alma og Joey Christ og eiga von á barni

Parið Alma Gytha Huntingdon-Williams, jarðfræðingur, og Jóhann Kristófer Stefánsson, útvarpsmaður og rappari, eiga von á barni.Jóhann, sem...