Bára Jónsdóttir, förðunarfræðingur og fitnesskeppandi, fer yfir árið 2020, það góða og það slæma, bæði fyrir hana persónulega og almennt. Bára byrjaði með eigið förðunarmerki og lærði að elda hangikjöt. Bára er einnig búin að setja sér markmið fyrir 2021.
„Það besta við árið 2020 er að ég gaf út mitt eigið augnháravörumerki: Bára Beauty Lashes. En þetta var svolítið self reflecting ár,“ segir Bára. „Árið tók á andlega, en einnig held ég það hafi hjálpað manni helling með framtíðarplön og forgangsröðun. Að kunna að meta það sem manni fannst sjálfsagðir hlutir eins og að heimsækja ættingja og vini, knúsa fólk, vera án grímu, taka í almenningssnerla eða handrið án þess að fara í panik, fara í ræktina, fara á djammið og að lokum fara til útlanda i frí.“
Bára lærði ný handtök í eldamennskunni á árinu. „Ég lærði að elda hangikjöt og bæjonskinku ásamt lakkrístoppum.“
Bára fór einnig á námskeið hjá Nökkva Fjalari í Swipe.
View this post on Instagram
Setur þú áramótaheit eða markmið?
„Ég reyni alltaf að setja mér nokkur markmið, og fyrir árið 2020 var það að komast í mitt besta form í fitnessinu ásamt því að byrja mitt eigið förðunarmerki, sem ég gerði,“ segir Bára.
„Fyrir árið 2021 mun ég setja mér það markmið að fara oftar til ömmu og afa í heimsókn vestur á Ísafjörð um leið og COVID-ástandið batnar,“ segir Bára. „Ásamt því að klára þjálfaranám við pole sport og fara í einkaþjálfaranám svo í framhaldi af því. Á nýju ári ætla ég að mennta mig meira, æfa meira og fara skrefinu lengra í átt að draumum mínum.“
Besta kvikmyndin 2020:
„Bad Boys For life“
Besti sjónvarpsþátturinn 2020:
„You“ þáttaröð 2 og „Alice in Borderland“
Besta lag 2020:
„Blinding Lights“ – The Weeknd
Besta hlaðvarp 2020:
„Glamúrcastið (Glamúr)“ – „Podcastþáttur okkar Magneu og Emblu Wigum, þættina má finna á Spotify.“