Ólöf Þóra Sverrisdóttir og Oddur Eysteinn Friðriksson áttu von á sínu fyrsta barni saman þegar skoðun hjá ljósmóður á 36. viku meðgöngu sýndi að galli var á höfði barnsins og frekari rannsóknir leiddu í ljós að engar tengingar voru á milli heilahvela. Hræðsla tók við hjá foreldrunum vegna fæðingarinnar og framtíðar barns þeirra.
Líf fjölskyldunnar tók heilan snúning við þessar fréttir, læknar sögðu verðandi foreldrum að búa sig undir það allra versta og segir Ólöf að þeir hafi dregið upp eins svarta mynd og hægt var. „Og sú mynd virðist gefin foreldrum sem hafa verið í sömu sporum. Venjulega greinist þessi vöntun í 20 vikna sónar og þá er foreldrum í einhverjum tilvikum boðið að enda meðgönguna samkvæmt upplýsingum sem ég aflaði mér seinna,“ segir Ólöf.
„Móa var sett í myndatöku til að staðfesta þessa vöntun, og átti að fá væga svæfingu og okkur var sagt að svæfingin færi úr henni eftir 2-3 klst. Hún var sólarhringsgömul og hafði tekið brjóst og látið í sér heyra og var bara nýfætt eðlilegt ungbarn, nema agnarsmá, 10 merkur og 42 sm eftir nærri fulla meðgöngu. Þar sem hún var ekki nógu vel sofandi í myndatökunni var henni gefin meiri svæfing, og þarna urðu, að ég tel, einhver læknamistök og hún svaf bara í nánast þrjá daga á eftir. Við gáfum henni með fingrunum og þetta var átakanlegur tími og við logandi hrædd.“
Ólöf Þóra er í forsíðuviðtali Vikunnar sem kemur út í dag.
Tryggðu þér eintak í næstu verslun eða komdu í áskrift.