„Ég ætlaði aldrei að elska neinn svona aftur“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

„Ef það er eitthvað sem Kiddi kenndi mér, þá er það að lífið er of stutt til að gera ekki það sem kveikir í manni neistann og eldmóðinn,“ segir Kristín Þórsdóttir sem prýðir forsíðu Vikunnar að þessu sinni. Hún missti eiginmann sinn, Kristján Björn, úr krabbameini fyrir þremur árum en hefur kynnst ástinni á nýjan leik og lítur björtum augum til framtíðar þrátt fyrir það sem á undan er gengið.

 

Stína segist hafa upplifað samviskubit yfir því að halda áfram með lífið og hún hafi spurt sig að því hvort hún mætti það hreinlega.

„En það er enginn einn tími réttur til að halda áfram frekar en annar. Það er engin formúla að þessu. Ég var reyndar búin að ákveða að hleypa engum að hjarta mínu aftur og var búin að byggja ansi þykkan múr í kringum það. Ég ætlaði aldrei að elska neinn svona aftur því það væri svo ótrúlega sárt að elska og missa. Það var kannski frekar óraunhæft að ætla að lifa ein það sem eftir væri,“ segir hún og hlær létt.

„En stundum tekur lífið bara einhverja stefnu sem maður sá ekki fyrir og það koma einstaklingar inn í það sem hrista hressilega upp í því,“ segir hún kímin.

Viðtalið í heild má lesa í nýjasta tölublaði Vikunnar.

Kaupa blað í vefverslun >

Myndir / Hallur Karlsson
Förðun / Elín Hanna, förðunarfræðingur fyrir Urban Decay

- Auglýsing -

Athugasemdir

Orðrómur

Lestu meira