„Ég er að vinna mig til baka“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Brynja Davíðsdóttir hefur sótt sér orku og innblástur í náttúruna frá því hún var barn. Hún safnaði fjöðrum og steinum og gróf dauða fugla ef þeir urðu á vegi hennar, fannst það samt alltaf ákveðin sóun að setja slíka fegurð ofan í jörðina. Þess vegna lærði hún hamskurð en núna hefur hún einnig lært leirkerasmíði og leitast við að fanga og varðveita náttúruna í munum sem hún gerir.

 

Auk þess er Brynja með meistaragráðu í náttúru- og umhverfisfræði og var dúx árið sem hún útskrifaðist. „Ég bjó á Hvanneyri með krakkana mína meðan á því námi stóð,“ segir hún. „Ég vann við fuglarannsóknir og sem staðarhaldari og landvörður á Teigarhorni í tvö sumur eftir það. Krakkarnir mínir komu líka með þangað. Ég náði að skila af mér frábærum skýrslum sem nýttust í gerð verndaráætlunar. Nýlega vann ég svo líka sem ráðgjafi um uppbyggingu gestamóttöku fyrir Ramsar-verndarsvæðið í Andakíl á Hvanneyri.“

En þessi orkumikla kona sem hefur svo fjölbreytta menntun að baki er ekki óbrjótanleg. Nýlega upplifði Brynja kulnun og hefur hægt og rólega verið að ná sér. Hún er sannfærð um að sköpun og vinna í höndunum hjálpi. „Ég vann sem framkvæmdastjóri hérna á Suðurlandi og vann ótrúlega mikið,“ segir hún. „Í augnablikinu er ég því hálfgerður öryrki því ég brann út. Það er þó tímabundið. Ég er að vinna mig til baka, þetta er endurhæfingartímabil. Ég fór í kearmíknám í fyrra og það hjálpaði svakalega til að fá heilann af stað aftur. Hann kólnar niður í þessu ástandi verður þungur og það er eins og það hafi raspast ofan af kollinum. Maður er ekki bara örmagna líkamlega heldur verður taugakerfið allt lamað.“

Viðtalið í heild má lesa í nýjasta tölublaði Vikunnar.

Tryggðu þér áskrift að Vikunni í vefverslun

- Auglýsing -

Athugasemdir

Lestu meira

Forstöðumaður SA kominn í samband

Davíð Þorláksson, forstöðumaður hjá Samtökum atvinnulífsins og Daniel Barrios Castilla eru nýtt par.Davíð fagnar fertugsafmæli í dag...

Ólöf Kristín stýrir Listasafni Reykjavíkur áfram

Ólöf Kristín Sigurðardóttir hefur verið endurráðin til fimm ára sem forstöðumaður Listasafns Reykjavíkur.„Undir hennar stjórn hefur tekist...