„Ég var mjög reið út í heiminn fyrir að hafa tekið pabba minn frá okkur“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Íris Svava Pálmadóttir missti föður sinn þegar hún var átta ára gömul. Hún segir það hafa verið mikið áfall að horfa upp á móður sína og eldri bróður reyna að bjarga lífi hans og þótt hún sé að mestu búin að vinna úr áfallinu verði hún samt enn þá reið yfir því að hafa ekki fengið fleiri ár með pabba sínum. Íris segist alltaf hafa verið þyngri og stærri en jafnaldrar sínir sem barn og hafi verið strítt vegna þess. Hún hafi ekkert þráð heitar en að verða grönn og öðlast sjálfsöryggi og það hafi tekið sig langan tíma að sættast við líkama sinn og læra að elska sjálfa sig.

Faðir Írisar, Pálmi Karlsson, hafði alla tíð verið hraustur þar til hann veiktist skyndilega þar sem hann var með nokkrum félögum sínum uppi við Leirvogstjörn í torfæruakstri á mótorhjólum. „Það var í raun enginn aðdragandi að þessu,“ segir Íris. „Í ferðinni hafði pabbi kvartað yfir verk sem hann var kominn með í annan handlegginn og bað vini sína um að skutla sér heim. Hann hélt að hann hefði fengið eitthvert tak í handlegginn eða væri búinn að rífa vöðva. Vinum hans leist ekki alveg á blikuna og sögðu við hann að hann ætti að láta kíkja á sig en pabbi var algjör harðjaxl og vildi bara fara heim. Ég var heima ásamt mömmu og elsta bróður mínum þegar pabbi kom heim, klæddi sig úr mótorhjólagallanum og sagði mömmu að hann ætlaði að leggja sig aðeins. Það voru hans hinstu orð. Hann fór í hjartastopp og næsta sem ég veit var að mamma og bróðir minn, sem þá var tvítugur, voru að reyna endurlífgun á honum. Sjúkraflutningamennirnir komu frekar seint og pabbi var því búinn að vera í hjartastoppi í dágóðan tíma áður en náðist að endurlífga hann. Hann lá í dái á gjörgæsludeild og síðan hjartadeild Landspítalans í sex daga en hafði það ekki af.“

Lestu viðtalið við Írisi Svövu í nýjasta tölublaði Vikunnar sem komið er í verslanir.

Vikan er komin út

- Auglýsing -

Elsta tímarit landsins um daglegt líf, tísku, menningu, mat og lífsstíl.

Tryggðu þér árs áskrift og fáðu vikuleg tölublöð á 832 kr. stykkið eða kauptu stakt blað á 1.795 kr.

- Auglýsing -

Athugasemdir

Orðrómur

Forsíðuviðtal Mannlífs

Lestu meira

Hermann og Alexandra eignast son

Hermann Hreiðarsson, þjálfari og fyrrum atvinnumaður í fótbolta, og Alexandra Fanney Jóhannsdóttir, fyrrum flugfreyja hjá Icelandair, eignuðust...