„Ég vissi að Kiddi væri aftur kominn með heilaæxli“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Kristín Þórsdóttir missti eiginmann sinn, Kristján Björn, fyrir þremur árum. Hún segir mottó sitt í lífinu vera að taka það góða úr því slæma og nýta reynsluna til að gera eitthvað gott úr því. Með því finnst Kristínu einhver tilgangur vera með erfiðleikunum.

Árið 2006 greindist Kiddi með heilaæxli. Þá var hann 24 ára og Stína 21 árs.

„Hann hafði verið að fá flogaköst og greinist í kjölfar þess að farið var að skoða hvernig á þeim stæði,“ segir Stína. „Hann fór í tvær aðgerðir, lyfjameðferð og geislameðferð en í janúar 2009 leit út fyrir að krabbinn væri horfinn og ég verð alltaf þakklát fyrir að við skyldum ekki hafa gúgglað þessa tegund krabbameins því þá hefðum við komist að því að það myndi að öllum líkindum taka sig upp aftur. Í staðinn fengum við fimm ár þar sem við vorum ekki að díla við krabbameinið þótt við díluðum auðvitað við ýmis eftirköst, til dæmis eftir geislameðferðina.“

Læknir Kidda hringdi 1. maí 2015. „Ég vissi að Kiddi væri aftur kominn með heilaæxli, ég bara vissi það,“ segir Kristín þegar hún rifjar upp þennan örlagaríka dag.

Lestu einlægt og hispurslaust viðtal við Kristínu í Vikunni.

Margt fleira spennandi í nýjustu Vikunni. Tryggið ykkur eintak.

Tryggðu þér áskrift að Vikunni í vefverslun >

Texti: Guðrún Óla Jónsdóttir
Myndir: Hallur Karlsson
Förðun: Elín Hanna, förðunarfræðingur fyrir Urban Decay

 

- Auglýsing -

Athugasemdir

Orðrómur

Lestu meira