Fimm leiðir til að auka orku

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Margir fyllast orku og athafnagleði yfir sumartímann. Ef þú ert ekki í þeim hópi að þetta gerist sjálfkrafa eru hér fimm leiðir til að auka orkuna og kraftinn.

 

Ætlaðu þér ekki um of

Máltækið segir að vegurinn til vítis sé varðaður góðum áformum og þannig er það oft. Í huganum fljúgum við langt og iðulega lengra en getan segir til um. Þess vegna er mjög mikilvægt að hlusta á líkamann þegar byrjað er að hreyfa sig og þeir sem ná bestum árangri í að breyta mataræði taka lítil skref í átt til aukinnar hollustu.

Finndu leið til að auka hreyfingu daglega án þess að setja upp of krefjandi prógramm. Til dæmis má byrja á að fara í tvo fimmtán mínútna göngutúra á dag og bæta síðan smátt og smátt við tímann. Með því að auka neyslu grænmetis og ávaxta og jafnvel kjósa sér slíkt í staðinn fyrir kolvetnaríkt snakk verður smátt og smátt breyting til góðs. Allir vita að hreyfing og hollt mataræði er undirstaða úthalds og góðrar orku þannig að hvert hænuskref í átt að betri lífsháttum er líklegt til að hressa þig við.

Finndu leið til að auka hreyfingu daglega án þess að setja upp of krefjandi prógramm.

Skiptu neikvæðni út fyrir jákvæðni

Sérfræðingar tala um að hugurinn beri menn lengra en hálfa leið. Með því að líta val sitt jákvæðari augum er líklegra að menn haldi sig við það. Í stað þess að finnast maður vera að gefa eitthvað gott upp á bátinn með því að velja hollari kost eða hreyfa sig einbeittu þér að hinu góða við þetta. Hugsaðu um allan ávinninginn. Þú færð meiri orku, léttist, getur notið útiveru og fallegrar náttúru, finnur jákvæða þreytu og líkaminn svarar þér smátt og smátt með aukinni getu. Hrósaðu sjálfri/sjálfum þér fyrir alla áfanga, hvern sigur sem þú vinnur og finndu sjálfstraustið aukast þegar þú gerir þér ljóst að þú getur staðið við ákvarðanir þínar.

Að vinna með kvíðann

Kvíði er oft stór þáttur í að fólk lætur ekki drauma sína rætast og fátt dregur meira úr orku en ótti. Ef þú óttast að æfa í hópi eða innan um fólk eru margar góðar leiðir til, hjólreiðar, hlaup og göngur geta allir stundað einir en einnig með öðrum. Finndu hvaða leið hentar þér og er líkleg til að styðja við þig og auka líkur á að þú haldir þig við efnið.

Nú eru til hjól með rafmótor sem hjálpa fólki að komast upp brekkur og erfiða hjalla til að byrja með. Þau gætu hentað einhverjum. Margs konar öpp geta hjálpað fólki að komast af stað í hreyfingu, bæði göngu og hlaupum. Þau setja upp raunhæf æfingaplön sem auka úthald og þol smátt og smátt. Á Netinu er hægt að finna jógaæfingar fyrir byrjendur og einnig æfingar sem gera má heima.

Eigðu kyrrðarstund dag hvern

Áreiti er mikið í nútímasamfélagi og margir eru of uppteknir af því að vera ávallt nettengdir. En allir hafa þörf fyrir kyrrð og ró. Ein besta uppspretta orku er kyrr hugur. Taktu þér því nokkrar mínútur dag hvern í algjörum friði, einbeittu þér að því að hlusta á eigin andardrátt eða hljóðin í umhverfinu. Þar er að finna hvíld og orkulind sem sjálfsagt er að ausa upp úr. Þeir sem stunda hugleiðslu reglulega tala um að hún virki undirmeðvitundina og veiti iðulega svörin sem verið er að leita að.

Taktu þér því nokkrar mínútur dag hvern í algjörum friði.

Brjóttu niður verkefnin

Þegar menn standa frammi fyrir ótal óloknum verkum verður það oft yfirþyrmandi, sömuleiðis hversu stórt og mikið starfið fram undan er. Ein leið til að afkasta meiru og tryggja að viðfangsefnum verði lokið er að brjóta þau niður í einingar. Þetta kristallast mjög vel í spurningunni og svarinu: Hvernig borðar maður fíl? Einn bita í einu. Með því að setja sér fyrir eitthvað tiltekið verk á hverjum degi og tímamörk hvenær því á að vera lokið er hægt að komast vel áleiðis.

Langar þig til dæmis að þvo gluggana og taka til í garðinum? Settu þér fyrir einn glugga í einu og skráðu hvenær hann á að vera orðinn glansandi hreinn. Sama dag þarftu einnig að ljúka ákveðnum áfanga í garðinum. Eftir viku getur þú verið langt komin með vorverkin. Líklegt er að með hverju verkefni sem lokið er aukist orkan, krafturinn og viljinn til að gera m

- Auglýsing -

Athugasemdir

Lestu meira

„Alls ekkert flókið“ að ná tökum á súrdeigsbakstri

Bakarinn Marinó Flóvent Birgisson, kallaður Majó, hefur undanfarið birt gagnleg kennslumyndbönd á YouTube þar sem hann deilir fróðleik og kennir...

Góð ráð fyrir fasteignaeigendur í söluhugleiðinum

Framkvæmdastjóri bresku fasteignasölunnar The Moders House, Matt Gibberd, gefur fasteignaeigendum í söluhugleiðingum nokkur góð ráð í viðtali við breska Vogue. Hann tínir...