Ganni og Levi’s í samstarf með nýja fatalínu – Flíkur til leigu en ekki sölu

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Ganni og Levi’s leigja út flíkur úr endurnýttu gallaefni.

Undanfarið hefur umhverfisvernd verið í brennidepli hjá danska fastamerkinu Ganni. Í fyrra setti Ganni á laggirnar fataleigu. Markmiðið var að draga úr skaðlegum umhverfisáhrifum með því að bjóða neytendum upp á að leigja flíkur í nokkrar vikur í stað þess að kaupa nýjar. Ditte Reffstrup, listrænn stjórnandi Ganni, segir fataleiguna hafa leitt í ljós að neytendur eru hrifnir að hugmyndinni um að leigja flíkur og því hafi hugmyndin verið tekin áfram með samstarfi við bandaríska fataframleiðandann Levi’s.

Nýjasta nýtt hjá Ganni er þetta samstarf við Levi’s þar sem endurnýting gallaefnis er í aðalhlutverki. Útkoma samstarfsins er fatalína úr endurnýttu gallaefni úr klassísku 501-buxunum frá Levi’s. Flíkurnar verður hægt að leigja en ekki kaupa. Flíkunum er svo skilað til Ganni að loknum leigutíma þar sem þær eru hreinsaðar og yfirfarnar áður en næsti viðskiptavinur getur leigt þær út í allt að þrjár vikur.

Þessi nýja lína kallast Love Letter og er fyrsti liður í áframhaldandi samstarfi Ganni og  Levi’s er fram kemur í umfjöllun Vogue.

Í samtali við Vogue segir Reffstrup deilihagkerfið vera að festa sig í sessi hjá þeim tískuunnendum sem hafa áhuga á umhverfisvænum lausnum.

Flíkurnar eru gerðar úr efni úr gömlum 501-gallabuxum frá Levi’s.

- Auglýsing -

Athugasemdir

Orðrómur

Lestu meira