Gat ekki ímyndað sér tilveruna án hugbreytandi efna

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Tónlistarmaðurinn Borgar Magnason hefur undanfarin ár aðallega verið í tónsköpun fyrir kvikmyndir, sjónvarp og leikhús ásamt hinum ýmsu samstarfsverkefnum og útsetningarverkefnum fyrir aðra listamenn. Hann hætti að neyta allra hugbreytandi efna fyrir tólf árum síðan og segir það núna hljóma hlægilega en á þeim tíma hafi hann engan veginn getað ímyndað sér tilveruna án þeirra.

 

Fullt nafn: Borgar Magnason.

Starfsheiti: Tónlistarmaður.

Örfá orð um hvað þú hefur verið að bardúsa fram til þessa: Undanfarin ár hef ég aðallega verið í tónsköpun fyrir kvikmyndir, sjónvarp og leikhús og svo mikið í samstarfsverkefnum og útsetningarverkefnum fyrir aðra listamenn. Í raun tekið að mér hvert það verkefni sem leyfir mér að vera heima í barnauppeldi.

Áhugamál: Tónlist og barnauppeldi.

Á döfinni: Nýverið gerði ég þriggja plötu samning við breska plötuútgáfu, fyrsta platan er klár og við erum nú að vinna í tónlistarvídeóum og kynningarefni fyrir netmiðlana. Covid hefur neytt okkur til að hugsa alla markaðssetningu upp á nýtt og seinkað öllu en við stefnum á að gefa hana út í haust. Þess utan er ég að leggja loka hönd á 2 aðrar plötur, annars vegar í hlutverki upptökustjóra og hinsvegar plötu með hollensku tónlistarkonunni Chantal Acda.

Hvað færðu þér í morgunmat? Það er frekar breytilegt en algengast er sennilega chia-grautur, soðið egg og espresso.

Hvað óttastu mest? Andleysi.

Býrðu yfir leyndum hæfileika? Óraunsæi (kemur sér stundum vel en ekki alltaf).

Hver er mesta áhætta sem þú hefur tekið? Þegar ég ákvað að hætta að neyta allra hugbreytandi efna fyrir fullt og allt. Nú 12 árum seinna hljómar það hlægilega en á þeim tíma gat ég engan veginn ímyndað mér tilveruna án þeirra.

Hver væri titillinn á ævisögunni þinni? Úff …

Hver myndi leika þig í bíómyndinni? Richard Burton.

Mynd / Hallur Karlsson

Hvaða þættir eru í uppáhaldi hjá þér þessa stundina? Bosch eru brilliant, Shangri-La serían á SHOWTIME er frábær og svo var ég að byrja á Long strange trip á Amazon, 1. þáttur lofar góðu.

Hvað geturðu sjaldnast staðist? Þessa dagana er það Shawarma og franskar á Mandys og Vesturbæjarlaug.

Hvaða fræga einstakling, lífs eða liðinn, í mannkynssögunni myndirðu vilja bjóða í kaffi? Engin spurning: Maríu Magdalenu, heyra sögu hennar frá henni sjálfri og kannski spyrja hana út í samband hennar við Jesú.

Hvaða smáforrit er ómissandi? Ég gæti ekki lifað án voice-memo.

Instagram eða Snapchat? Instagram.

 

Greinin birtist i 28. tbl. Vikunnar 2020.

- Auglýsing -

Athugasemdir

Orðrómur

Lestu meira

Alma og Joey Christ og eiga von á barni

Parið Alma Gytha Huntingdon-Williams, jarðfræðingur, og Jóhann Kristófer Stefánsson, útvarpsmaður og rappari, eiga von á barni.Jóhann, sem...