Getur sjaldan staðist bringuhár

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Söngkonan Anna Bergljót gaf nýverið út sitt fyrsta lag og tónlistarmyndband. Lagið fjallar um óhóflega kaffidrykkju en Anna Bergljót er mikil áhugamanneskja um kaffi. Hún segir fyndnustu lífsreynsluna vera þá að hafa tvisvar sinnum verið spurð að því erlendis hvort hún sé skyld bandarísku leikkonunni Megan Fox. Anna er undir smásjánni að þessu sinni.

Fullt nafn: Anna Bergljót Böðvarsdóttir
Aldur: Þrítug
Starfsheiti: Söngkona í tónlistarnámi. Ætli það sé ekki fínt um þessar mundir.
Áhugamál: Kaffi, tónlist, bakstur, söngur, spila á gítar, sjálfsvinna, dans, leiklist.
Örfá orð um hvað þú hefur verið að bardúsa fram til þessa: Ég var að gefa út lag og tónlistarmyndband í sumar. Mitt fyrsta lag sem ég gef út sem artisti: ANNA. Þetta er grúví funklag um óhóflega kaffidrykkju. Getið nálgast það á YouTube og Spotify.
Á döfinni: Ég stefni á miðpróf í jazz-söng á þessari önn, að sinna skólanum vel, halda áfram að semja tónlist, taka þátt í jazz-verkefnum og gefa út jólalag 2020.
Hvað færðu þér í morgunmat? Kaffi og Billie Holiday. En að öllu gríni slepptu þá fasta ég á kaffi til hádegis.
Hvað óttastu mest? Ranglæti.
Besta ráð sem þér hefur verið gefið? Að læra að segja nei og standa upp fyrir sjálfri mér.
Hver er mesta áhætta sem þú hefur tekið? Besta skyndiákvörðun lífs míns var að fá boð til Ítalíu og fara samdægurs og vera þar í meira en tvær vikur. Ógleymanleg ferð! Stærsta áhættan var samt að segja nei við framtíðardjobbinu til að láta draumana ganga fyrir. Eitthvað sem mér finnst að fleiri ættu að gera.
Hver væri titillinn á ævisögunni þinni? „Þarf alltaf að vera grín?“ Já.
Hver myndi leika þig í bíómyndinni? Megan Fox. Haha nei, bara grín. Ég hef tvisvar sinnum lent í því erlendis að vera spurð að því hvort ég sé skyld henni. Eitt fyndnasta sem ég hef lent í! Annars held ég að ég myndi velja Zooey Deschanel sem leikur meðal annars Jess í New Girl.
Hvaða þættir eru í uppáhaldi hjá þér þessa stundina? Alltaf New Girl. Er búin að sjá þá milljón sinnum, þeir eru bara svo vel skrifaðir og með einstakan húmor.
Hvað geturðu sjaldnast staðist? Lakkrís og kaffi. Og bringuhár.
Ef þú réðir heiminum i einn dag, hverju myndirðu breyta? Úff, þegar stórt er spurt. Ég myndi gera allt sem ég gæti til að berjast gegn mansali og kynferðisbrotum.
Hvaða fræga einstaklingi, lífs eða liðnum, í mannkynssögunni myndirðu vilja bjóða í kaffi? Ég verð að segja Chris Martin, söngvara Coldplay. Ég myndi gefa honum kaffi af bestu gerð og ræða við hann um heima og geima; spyrja hann hvernig hann semur tónlist og hvaðan hann sækir innblástur í alla þá snilld sem hann hefur samið. Svo myndi ég óska eftir dúetti með honum og einu knúsi. Ég væri til í heilræði frá honum varðandi tónsmíðar og lífið sjálft.
Hvaða smáforrit er ómissandi? Recorder. Ég tek upp alla texta og hugmyndir að stefum þar, í tíma og ótíma. Það er mjög mikilvægt því annars myndi ég gleyma því um leið.
Instagram eða Snapchat? Allan daginn Instagram (getið fylgst með mér þar undir notandanafninu @aannaartist).

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Athugasemdir

Orðrómur

Forsíðuviðtal Mannlífs

Lestu meira