Glímdi við þunglyndi og átröskun – „Reyndi auðvitað ofboðslega mikið á fjölskylduna“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Útvarpskonan Vala Eiríks segir frá andlegum veikindum í viðtali sem birtist á vef Vikunnar. Hún segist ekki vilja eyða tíma í að velta sér upp úr því sem ekki fæst breytt en það er þó eitt sem hún á erfitt með að komast yfir. Það er sú staðreynd að hennar nánustu gengu í gegnum mikla erfiðleika þegar hún glímdi við veikindi. 

Vala glímdi við þunglyndi, anorexíu og búlimíu sem unglingur. „Varðandi veikindin mín þá er það ekkert sem ég myndi vilja breyta, þau mótuðu mig og gerðu mig að þeirri manneskju sem ég er í dag. Veikindin kenndu mér ýmislegt en ef ég mætti taka eitthvað til baka þá er það það sem fjölskyldan mín gekk í gegnum þegar ég var veik. Þetta tímabil reyndi auðvitað ofboðslega mikið á fjölskylduna og ég vildi að hún hefði ekki þurft að ganga í gegnum þetta. Ég get rétt ímyndað mér hvað er vont að standa bara hjá og geta ekkert gert,“ útskýrir Vala. Hún segir fjölskyldu sína hafa verið valdlausa á þessu tímabili og að líðan fjölskyldunnar hafi verið sett til hliðar á meðan hún náði bata.

Hún bætir við að það sé góð tilhugsun að núna séu breyttir tímar. „Þau hafa litlar áhyggjur af mér núna og treysta mér. Það er ofboðslegur léttir fyrir mig, að vita til þess.“

„Ég get rétt ímyndað mér hvað er vont að standa bara hjá og geta ekkert gert.“

Vegna þess hve mikil áhrif veikindi Völu höfðu á hennar nánustu fjölskyldu hefur verið þörf á ákveðnu uppgjöri undanfarin ár. „Eins og með stóru systur mína sem er svo æðisleg og fannst hún alltaf þurfa að bjarga öllu og passa upp á að mér liði vel. Hún var alveg ótrúleg í þessu ferli en fékk sjálf ekki nógu mikla aðstoð meðan á veikindum mínum stóð. Við tölum opinskátt um þetta í dag og það hafa verið ýmsar tilfinningar sem hún þurfti að gera upp vegna þess að hún setti sig til hliðar á meðan ég náði bata. Ég var reið út í sjálfa mig út af því og þess vegna er svo gott að geta talað opinskátt um þetta í dag. Hún er besta vinkona mín og er í dag ekkert hrædd við að ræða þetta tímabil og það sem hún gekk í gegnum,“ segir Vala um systur sína sem er einu og hálfu ári eldri en Vala. Hún segir ómetanlegt að geta rætt málin hispurslaust við hana í dag.

Viðtalið í heild sinni má lesa hérna.

- Auglýsing -

Athugasemdir

Orðrómur

Lestu meira

Alma og Joey Christ og eiga von á barni

Parið Alma Gytha Huntingdon-Williams, jarðfræðingur, og Jóhann Kristófer Stefánsson, útvarpsmaður og rappari, eiga von á barni.Jóhann, sem...