Háværar raddir sem ýta undir ótta enn fyrirferðamiklar

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Chanel Björk Sturludóttir hefur undanfarið rætt opinskátt um málefni svartra og litaðra Íslendinga og reynsluheim þeirra sem tilheyra minnihlutahópi á Íslandi sökum uppruna. Hún vekur athygli á lífi og tilveru blandaðra Íslendinga með þáttunum Íslenska mannflóran og einnig á samfélagsmiðlum sínum. Málefnið er henni hjartans mál.

Chanel segir kynþáttahyggju vera vandamál innan íslensks samfélags og mikilvægt að fólk sé meðvitað um það svo að hægt sé að leysa vandann.

Viðtalið við Chanel má lesa í 45. tölublaði Vikunnar.

Að hennar mati hafa Íslendingar að vissu leyti náð góðum árangri í málum sem snerta fjölmenningu á Íslandi á undanförnum árum. Við eigum þó töluvert í land að hennar sögn.

Hún fjallar um málið í viðtali sem má finna í nýjasta tölublaði Vikunnar.

„Við höfum náð einhverjum árangri, ég persónulega lendi sjaldnar í því að fólk tali ensku við mig að fyrra bragði og geri ráð fyrir því að ég sé útlensk. Og ég lendi sjaldnar í því að ókunnugir spyrja hvort þeir megi snerta á mér hárið. Ég held að fólk sé að verða meðvitaðra um að það að vera Íslendingur þýði ekki endilega að þú sért með hvíta húð, ljóst hár og blá augu. Það er jákvætt. En svo sjáum við á sama tíma fólk sem er í mjög sýnilegum stöðum í samfélaginu, til dæmis grínistar sem gera rasískt grín og telja sér trú um að það sé í lagi að nota grín til þess að gera lítið úr fólki sem er af öðrum uppruna eða kynþætti,“ segir Chanel og tekur sem dæmi myndband af Pétri Jóhanni sem vakti mikið umtal í sumar.

Hún bendir svo líka á pistla á borð við þann sem Anna Karen Jónsdóttir fékk birtan í Morgunblaðinu í september, þar skrifaði Anna Karen um BLM-hreyfinguna og setti spurningarmerki við baráttumálin.

„Þannig að við sjáum líka háværar raddir þarna úti sem ýta undir einhvers konar ótta við
það sem er öðruvísi en það sem við þekkjum best, þá getur verið mjög auðvelt að nota ótta til að kynda undir fordóma,“ segir Chanel.

„Það er ekki hægt að setja alla ábyrgðina á hópinn sem sem verður fyrir mismunun og fordómum.“

Mynd / Hallur Karlsson

Hún segir jákvætt að sjá aukna umræðu eiga sér stað og kveðst ætla að halda áfram að halda henni á lofti eftir bestu getu.

„Samtalið er í gangi en við eigum langt í land. Ég ætla að gera það sem ég get til þess að halda umræðunni á lofti, eins mikið og ég treysti mér til. Annars er svo mikilvægt að við lítum ekki á þetta sem vandamál sem aðeins þeir sem tilheyra minnihlutahópum þurfi að leysa. Við þurfum stofnanir og fólk í sýnilegum stöðum til þess að stíga fram og knýja fram breytingar. Það er ekki hægt að setja alla ábyrgðina á hópinn sem sem verður fyrir mismunun og fordómum.“

Lestu viðtalið við Chanel í heild sinni í nýjasta blaði Vikunnar.

- Auglýsing -

Elsta tímarit landsins um daglegt líf, tísku, menningu, mat og lífsstíl.

Tryggðu þér árs áskrift og fáðu vikuleg tölublöð á 832 kr. stykkið eða kauptu stakt blað á 1.795 kr.

- Auglýsing -

Athugasemdir

Orðrómur

Forsíðuviðtal Mannlífs

Lestu meira