„Hefur blótað þessu augnabliki nokkrum sinnum“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Íris Ólafsdóttir, fagurkeri í Hlíðunum, hafði rennt hýru auga yfir í garð nágrannans um tíma. Eiginmaðurinn kom henni rækilega á óvart þegar hann greip nágrannann sem var á leið á Sorpu.

„Nýjustu mublurnar eru bekkir sem ég var búin að hafa augastað á í hrúgu úti í garði hjá nágrannanum í þónokkurn tíma. Maðurinn minn kom mér heldur betur á óvart um daginn þegar hann hringdi í mig í vinnuna. Þá var hann búinn að nappa nágrannann með bekkjahrúguna á kerru á leið á Sorpu, og spurði hvort ég vildi að hann myndi bjarga einum til tveimur bekkjum handa mér. Ég trúði ekki eigin eyrum, játaði í flýti og eignaðist þar með tvo bekki. Hann hefur blótað þessu augnabliki nokkrum sinnum síðan, enda voru bekkirnir haugaskítugir og illa lyktandi eftir útiveruna. En ég þreif þá í bak og fyrir og annar bekkurinn prýðir nú svalirnar og hinn stofuna og ég gæti ekki verið ánægðari.“

„Ég gæti ekki verið ánægðari.“

„Hjá okkur fylgir yfirleitt góð saga húsgögnunum. Okkur þykir einstaklega vænt um borðstofuborðið okkar en foreldrar mínir fengu það frá langömmu og langaafa mínum á brúðkaupsdaginn, 5. apríl 1969. Það mun fylgja okkur svo lengi sem það endist.“

Viðtalið við Írisi má lesa í heild í nýjasta tölublaði Vikunnar en einnig er rætt við þau Dísellu Lárusdóttur og Hafstein Ezekíel Hafsteinsson um uppáhalds hlutina þeirra, hvernig þau undirbúa sig fyrir haustið og öll þrjú gefa góð ráð til að halda heimilinu hreinu.

Kaupa blað í vefverslun >

- Auglýsing -

Athugasemdir

Lestu meira