Heklar karlmannsnærföt og brýtur niður staðalímyndir

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Fatahönnuðurinn Ravid Haken hefur undanfarin ár sérhæft sig í hekli og framleitt ýmsar heklaðar flíkur, svo sem síðkjóla og undirföt. Upp á síðkastið hefur Haken einblínt á undirföt fyrir karlmenn.

Það er óhætt að segja að undirfötin sem Haken hannar séu óvenjuleg og einstök, þau eru litrík og oft skreytt kögri og perlum.

Nærföt sem andsvar

Haken byrjaði að hanna föt þegar hann var átta ára og hefur núna, 33 ára gamall, fundið sína hillu í fatahönnun. Hann lærði að hekla árið 2013 og segist hafa heillast strax af tækninni, að honum hafi liðið eins og mannlegum 3D prentara þegar hann fór að hekla.

Haken, sem á rætur sínar að rekja Túnis og Póllands, býr og starfar í Ísrael. Hann segir að í gegnum árin hafi hann fundið fyrir þrýstingi til uppfylla kröfur og staðalímyndir um karlmennsku.

Hann segir hönnun sína vera andsvar við þessum fyrirfram ákveðnu hugmyndum um hvað þýðir að vera karlmaður.

View this post on Instagram

It’s almost the golden hour

A post shared by HKN by Ravid Haken (@hkn_studio) on

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Athugasemdir

Orðrómur

Lestu meira