Helga fer yfir strauma og stefnur í tísku og gefur góð ráð

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Á nýjum vef Smáralindar, HÉR ER, má fræðast um strauma og stefnur í tískunni, kynna sér lífsstíl fagurkera og stjarnanna, læra förðunartrikk og fá góð ráð. Ritstjóri HÉR ER er Helga Kristjáns, samfélagsmiðlari Smáralindar. Hún er Vikunni að góðu kunn, enda var hún blaðamaður hér um árabil.

Við báðum Helgu að taka að sér hlutverk viðmælanda að þessu sinni en líkt og áður fræða lesendur um allt það besta sem vænta má í tískunni í haust.

Helga er förðunarfræðingur að mennt og með yfir tíu ára reynslu úr tískuheiminum. Auk starfs síns á Vikunni hefur hún starfað sem stílisti, förðunarfræðingur en einnig förðunarritstjóri hjá íslenska Glamour og Nýju lífi. Helga hefur sérhæft sig í að skrifa um tísku, hönnun og förðun en einnig stíliserað og farðað fyrir forsíður stærstu tímarita landsins. Helstu áhugamál Helgu eru ljósmyndun, tíska, förðun, matur og menning en hún er eins og gangandi alfræðiorðabók þegar kemur að tískubransanum. Á vefnum HÉR ER má finna nýja strauma og stefnur í tískunni og góð ráð varðandi það hvernig hægt er að skapa eigin stíl eða breyta til.

Spennt fyrir slánum

Nú er haustið að nálgast og það er uppáhaldsárstíð margra tískuspekúlanta. Hvers er að vænta í haust og hvað finnst þér flottast?

„Eins þykir mér skemmtilegt að klassískir perlufylgihlutir séu að koma aftur…“

„Ég er svolítið spennt fyrir slánum sem stærstu tískuhúsin kynntu til leiks fyrir haustið. Svo finnst mér líka spennandi að fimmti áratugurinn sé að koma aftur, við höfum ekki beint séð mikið af þeirri tísku síðustu árin. Tískuhús á borð við Marc Jacobs og Celine gerðu stíl þessa áratugar góð skil. Bókstaflega allt sem kemur frá ítalska hátískuhúsinu Bottega Veneta verður að gulli og þá sérstaklega fylgihlutirnir en þau eru hvað þekktust fyrir fléttaðar leðurtöskur. Eins hafa gullkeðjur frá þeim tröllriðið öllu og haft mikil áhrif á restina af tískuheiminum þar sem við munum sjá keðjur á bókstaflega öllu. Eyrnalokkum, hálsfestum, skóm og töskum. Og því stærri, því betri. Eins þykir mér skemmtilegt að klassískir perlufylgihlutir séu að koma aftur, klassíkin á alltaf stað í hjarta mínu og mig dreymir um fallega perluhálsfesti með nútímaívafi.“

Helga fer einnig yfir það sem er nýjast í förðun og hvað er ómissandi í fataskápinn fyrir alla nemendur í vetur. Þá gefur hún foreldrum sem eru að undirbúa börnin fyrir komandi skólaár góð ráð.

Viðtalið í heild má lesa í nýjasta tölublaði Vikunnar.

Kaupa blað í vefverslun

- Auglýsing -

Athugasemdir

Orðrómur

Lestu meira