Hvaða kona/konur ættu að þínu mati að fá viðurkenningar FKA árið 2021?

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Niðurtalning í Viðurkenningarhátíð FKA 2021 er nú hafin, undirbúningur kominn á fullt og tilnefningar byrjaðar að streyma inn. „Við heiðrum konur úr atvinnulífinu og beinum kastaranum að fyrirmyndum og fjölbreytileika,“ segir í tilkynningu.

FKA Viðurkenningarhátíðin verður haldin 27. janúar 2021 og veittar verða viðurkenningar til þriggja kvenna sem hafa verið konum í atvinnulífinu hvatning og fyrirmynd.

„Allir geta sent inn tilnefningu á heimasíðu FKA og konurnar sem eru tilnefndar þurfa ekki að vera félagskonur FKA þannig að litapallettan er landið allt og miðin,“ segir í tilkynningu frá Félagi kvenna í atvinnulífinu FKA.

Á FKA viðurkenningarhátíðinni síðast voru það Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir, Anna Stefánsdóttir og Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir sem tóku við FKA viðurkenningunni, FKA þakkarviðurkenningunni og FKA hvatningarviðurkenningunni
Mynd / Aðsend

Á FKA viðurkenningarhátíðinni 2021 verða veittar þrjár viðurkenningar: FKA viðurkenningin / FKA þakkarviðurkenningin / FKA hvatningarviðurkenningin. Mikilvægt er að skila inn öllum tilnefningum fyrir kl. 12 að hádegi þann 26. nóvember 2020. Vakin er athygli á að það er hægt er að tilnefna konur í öllum flokkum eða bara einum flokki en mjög mikilvægt er að fá fjölbreyttan hóp kvenna á blað til að færa dómnefnd.

Í dómnefnd FKA Viðurkenningarhátíðarinnar að þessu sinni:
Áslaug Gunnlaugsdóttir stjórnarkona FKA, lögmaður og eigandi LOCAL lögmenn / Formaður dómnefndar
Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri
Hilmar Garðar Hjaltason, Vinn-vinn / ráðgjöf, ráðning stjórnenda, lykilstarfsmanna og sérfræðinga
Hólmfríður Sigurðardóttir, umhverfisstjóri OR og situr í stjórn Orku náttúrunnar.
Lilja Einarsdóttir, bankastjóri Landsbanka
Nökkvi Fjalar Orrason, stofnandi og eigandi SWIPE og podify
Þórður Magnússon, stjórnarformaður Eyris Invest

Dómnefnd mun fara yfir allar tilnefningar sem berast FKA frá almenningi og atvinnulífinu, metur og á endanum velur þær sem hljóta FKA þakkarviðurkenningu, FKA viðurkenningu og FKA hvatningarviðurkenningu 2021.

Hægt er að tilnefna HÉR

Vertu hreyfiafl og hafðu áhrif á val á þeim konum sem verða heiðraðar á FKA Viðurkenningarhátíðinni 2021.

Haust FKA verið fjörugt og krefjandi 

„Haustið hefur verið fjörugt, krefjandi og félagsstarfið í FKA í takt við nýja tíma vegna Covid. Framlína íslensks viðskiptalífs og félagskonur FKA koma til með að fagna með viðurkenningarhöfum að vanda en með hvaða hætti framkvæmd hátíðarinnar verður í janúar verður spennandi að kynna. Hjá FKA erum við að vinna með hreyfiafl, tengslanet og sýnileika og það gerum við áfram en bara í takt við nýja tíma. Það er verið að mæta áskorunum með sköpunarkrafti,“ segir Andrea Róbertsdóttir framkvæmdastjóri FKA.

Stjórn FKA 2020-2021

Talandi um nýja tíma og sérstaka þá er meðfylgjandi mynd tekin á einum af fjölmörgum Teamsfundum núna í október 2020 – á mynd talið frá efstu röð vinstri:
Vigdís Jóhannsdóttir, markaðsstjóri Stafræns Íslands og stjórnarformaður Hannesarholts
Formaður FKA: Hulda Ragnheiður Árnadóttir, framkvæmdastjóri Náttúruhamfaratryggingar Íslands
Sigríður Hrund Pétursdóttir, eigandi Vinnupalla ehf.
Gjaldkeri: Unnur Elva Arnardóttir, sölu- og viðskiptastjóri hjá Skeljungi
Varaformaður: Ragnheiður Aradóttir, stofnandi og eigandi viðburðafyrirtækisins PROevents og þjálfunarfyrirtækisins PROcoaching
Dr. Margrét Jónsdóttir Njarðvík, rektor Háskólans á Bifröst / stofnandi og eigandi Mundo
Áslaug Gunnlaugsdóttir, lögmaður og eigandi hjá LOCAL lögmönnum

Stjórn FKA

Sviðið í fyrra
Mynd / Aðsend

Viðurkenningarhafar síðustu ára – frá upphafi:

Valforsendur – Viðurkenningin er veitt fyrir vel unnin störf í þágu atvinnureksturs kvenna eða þeim sem hafa verið konum í atvinnulífinu sérstök hvatning og fyrirmynd.

Viðurkenningarhafar fyrri ára eru:
Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir
Margrét Kristmannsdóttir
Erna Gísladóttir
Guðrún Hafsteinsdóttir
Birna Einarsdóttir
Guðbjörg Matthíasdóttir
Liv Bergþórsdóttir
Margrét Guðmundsdóttir
Rannveig Grétarsdóttir
Aðalheiður Birgisdóttir
Vilborg Einarsdóttir
Rannveig Rist
Steinunn Sigurðardóttir
Halla Tómasdóttir
Ásdís Halla Bragadóttir
Katrín Pétursdóttir
Aðalheiður Héðinsdóttir
Svava Johansen
Elsa Haraldsdóttir
Þóra Guðmundsdóttir
Hillary Rodham Clinton

Valforsendur – Hvatningarviðurkenningin er veitt konu í atvinnulífinu fyrir athyglisvert frumkvæði eða nýjungar í atvinnurekstri.

Viðurkenningarhafar fyrri ára eru:
Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir
Helga Valfells
Dr. Sandra Mjöll Jónsdóttir Buch
Dr. Hólmfríður Sveinsdóttir
Kolbrún Hrafnkelsdóttir
María Rúnarsdóttir
Rakel Sölvadóttir
Helga Árnadóttir, Signý, Tulipop
Árný Elíasdóttir, Inga Björg, Ingunn B. Vilhjálms(Attendus)
Margrét Pála Ólafsdóttir
Marín Magnúsdóttir
Agnes Sigurðardóttir
Sigríður Margrét Guðmundsdóttir
Guðbjörg Glóða Logadóttir
Jón G. Hauksson
Edda Jónsdóttir
Freydís Jónsdóttir
Guðrún Hálfdánsdóttir
Íris Gunnarsdóttir/Soffía Steingríms
Lára Vilberg

Valforsendur – Þakkarviðurkenningin er veitt konu fyrir eftirtektarvert ævistarf  sem stjórnanda í atvinnulífinu.

Viðurkenningarhafar fyrri ára eru:
Anna Stefánsdóttir
Sigríður Ásdís Snævarr
Hildur Petersen
Hafdís Árnadóttir
Sigríður Vilhjálmsdóttir
Guðný Guðjónsdóttir
Guðrún Edda Eggertsdóttir
Guðrún Lárusdóttir
Erla Wigelund
Dóra Guðbjört Jónsdóttir
Bára Magnúsdóttir
Guðrún Birna Gísladóttir
Guðrún Agnarsdóttir
Guðrún Erlendsdóttir
Rakel Olsen
Guðrún Steingrímsdóttir
Vigdís Finnbogadóttir
Jórunn Brynjólfsdóttir
Unnur Arngrímsdóttir
Bára Sigurjónsdóttir

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Athugasemdir

Orðrómur

Forsíðuviðtal Mannlífs

Lestu meira