Hver ræður yfir kvenlíkamanum? – Á einni nóttu er hægt að svipta konur öllum borgaralegum réttindum

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Þegar sjónvarpsþættirnir um þernuna June Osborne, eða Offred, voru fyrst sýndir árið 2017 datt fáum í hug að þeir myndu slá í gegn en það gerðist. Fjórða þáttaröðin er væntaleg í sýningar í vetur og nú hefur höfundur bókarinnar sem byggt er á, Margaret Atwood, sent frá sér nýja bók, The Testament þar sem örlög þernunnar eru rakin frekar.

Klerkastjórnin í Íran og talíbanar í Afganistan hafa sýnt fram á að á einni nóttu er hægt að svipta konur öllum borgaralegum réttindum, banna menntuðum læknum, lögfræðingum, hjúkrunarfræðingum og kennurum að vinna við fag sitt, hárgreiðslukonum og snyrtifræðingum að eiga og reka fyrirtæki sín og stjórnvöld þar tóku sér það vald að setja klæðaburði kvenna skorður. Allt það versta úr sögu Margaret Atwood hafði ekki bara gerst heldur einnig haldist við um langt árabil þegar þættirnir birtust í sjónvarpi.

„Enska sögnin to offer sem í þátíð er offered getur þýtt bæði boðið og fórnað. Þernurnar eru í senn fórnarlömb og eitthvað sem boðið er hinum valdameiri, þeim gefið til að þeir geti gert við þær það sem þeir vilja.“

Stjórnvöld ráða meiru en konur grunar

Í öllum samfélögum hefur alla tíð verið mikilvægt og samfélagslega verðmætt að hafa stjórn á barneignum kvenna og líkömum. Þeim hefur ekki verið treyst til að meta þetta sjálfar og ýmist verið hvattar eða lattar til að verða ófrískar. Ástarvika var einhverju sinni haldin á Bolungavík í því skyni að fjölga þar íbúum og eftir stríð eru konur gjarnan hvattar til að fjölga sér sem mest. Eftir að getnaðarvarnarpillan kom til hefur fjöldi barna sem hver kona eignast um ævina í vestrænum samfélögum minnkað mjög. Af og til hafa stigið fram valdamenn og reynt að snúa þessari þróun við. Meðal annars Dave Nickerson í kanadíska þinginu einmitt þegar Margaret var að fullvinna og safna að sér áhrifum við úrvinnslu bókarinnar. Hann bar fyrir sig slagorðið: Make a Baby for Christmas eða búið til barn fyrir jól.

Þetta er á meðal þess sem kemur fram í umfjöllun um konur og réttindi þeirra, með hliðsjón af bók Atwood og sjónvarpsþáttum byggðum á þeim.

Lestu umfjöllunina í heild sinni í Vikunni sem komin er á alla sölustaði.

Ný og spennandi Vika er komin út

- Auglýsing -

Athugasemdir

Orðrómur

Lestu meira

Kristján Þór bað sjálfur um launalækkun

Kristján Þór Magnússon, sveitastjóri Norðurþings, óskaði sjálfur eftir launalækkun og var það samþykkt af byggðaráði sveitafélagsins í...