Íburðarmikill kjóll Díönu í nýjustu stiklunni

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Á fimmtudaginn sendi Netflix frá sér fyrstu stikluna fyrir fjórðu seríu af The Crown. Sú þáttaröð lítur dagsins ljós í nóvember. Í stiklunni má sjá leikkonuna Gillian Anderson í hlutverki Margaret Thatcher og leikkonuna Emma Corrin í hlutverki Díönu prinsessu.

Samband Díönu og Karls Bretaprins verður í aðalhlutverki í þessari nýju seríu en í stiklunni má sjá brot úr þættinum þar sem fjallað er um brúðkaupsdag hjónanna sem giftu sig 29. júlí árið 1981.

Búningahönnuðir The Crown hafa tekist á við heljarinnar verkefnið þegar þeir gerðu eftirlíkingu af sögulegum brúðarkjól Díönu sem sést í stiklunni. Kjóll Díönu var íburðarmikill með eindæmum.

Hér eru nokkrar staðreynir, sem Independent tók saman, um þennan einstaka kjól.

 – Kjóll Díönu hafði mikil áhrif á brúðarkjólatísku næstu árin eftir konunglega brúðkaupið. Strax eftir athöfnina hófust margir fatahönnuðir handa við að hanna og sauma samskonar kjóla.

– Hönnuðirnir David og Elizabeth Emanuel eiga heiðurinn að kjólnum.

– David og Elizabeth kynntust í listaháskólanum Harrow School of Art. Nokkru síðar giftu þau sig og stofnuðu fyrirtækið Emanuel Salon.

– Í viðtali við Woman´s Own árið 2016 rifjaði David Emanuel upp daginn þegar Díana hringdi í hann „eins og hver annar viðskiptavinur“ og bað hann um að hanna brúðarkjól fyrir sig. Hann kvaðst hafa verið metvitaður frá upphafi um að kjóllinn þyrfti að vekja athygli og vera íburðarmikill.

– David Emanuel greindi frá því að hönnunarferlið hafi ekki tekið langan tíma en það hafi tekið „heila eilífð“ að sauma kjólinn. Ekki bætti úr skák að það þurfti að minnka kjólinn töluvert skömmu fyrir brúðkaupið þar sem Díana hafði grennst mikið.

– Kjóllinn var úr silki og algjörlega í anda tískunnar sem einkenndi níunda áratuginn, með stórum púffermum og -pilsi.

– Kjóllinn var skreyttur ótal perlum og pallíettum sem voru handsaumaðar í efnið.

– Kjóllinn var einnig skreyttur blúndu sem var eitt sinn í eigu ömmu Elísabetar drottningar.

– Slóði kjólsins var 7,6 metra langur.

– Díana var með annan kjól til vara, ef ske kynni að myndum að brúðarkjólnum yrði lekið í fjölmiðla fyrir stóra daginn.

– Í dag er kjóllinn í eigu Harrys og Vilhjálms, sona Díönu.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Athugasemdir

Orðrómur

Lestu meira