Kíró Reykjavík halda fjáröflun fyrir Sólrúnu Öldu: „Saga hennar hreif okkur“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Kírópraktorstöð Reykjavíkur heldur í dag fjáröflun til styrktar Sólrúnu Öldu Waldorff.  Kírópraktorar gefa vinnu sína og allir eru velkomnir, hvort sem þeir hafa áður verið viðskiptavinir eða ekki. Allur ágóði rennur til Sólrúnar Öldu, og einnig er hægt að leggja inn á reikning.

„Saga hennar hreif okkur og við vildum gera allt í okkar valdi til þess að hjálpa henni,“ segir Guðmundur Birkir Pálmason kírópraktor aðspurður um framtakið, en enginn af starfsmönnum stöðvarinnar þekkir persónulega til Sólrúnar Öldu.

Sólrún Alda og kærasti hennar slösuðust alvarlega í bruna í kjallaraíbúð í Mávahlíð í Reykjavík aðfaranótt miðvikudagins 23. október í fyrra. Sú ákvörðun var tekin vegna áverka Sólrúnar Öldu að flytja hana á sjúkrahús í Svíþjóð og við tók langt bataferli. Rúmlega mánuði seinna vaknaði Sólrún Alda úr dái og á hún enn langt í land til að ná fullri heilsu á ný. Sólrún Alda hefur reynt sitt besta til að vera jákvæð og trúir því að það sé ástæðan fyrir því að hafa þó náð góðum bata á stuttum tíma.

Sjá einnig: „Ég óska engu foreldri að vera í þessari stöðu“

Kírópraktorstöð Reykjavíkur hefur áður haldið sambærilegar fjáraflanir. „Já við höfum alltaf haldið fjáröflun reglulega, einu sinni til tvisvar á ári. Við höfum safnað fyrir Einstök börn og einnig fyrir einstaklinga,“ segir Guðmundur Birkir.

„Við viljum gefa til baka til samfélagsins og þeirra sem mest þurfa. Við erum í þeirri stöðu að geta veitt hjálp og besta leiðin er að gefa vinnuna okkar. Fólk tekur ávallt mjög vel í þetta hjá okkur. Okkur finnst þetta bæði skemmtilegt og gefandi,“ segir Guðmundur Birkir og segir að starfið feli það í sér að hjálpa fólki.

„Að hjálpa fólki verður hluti af okkur sem kírópraktorar. Ég hef marg oft gefið vinnuna mína til að hjálpa einstaklingum að ná betri heilsu. Mér finnst það sjálfsagður hlutur og stór hluti af þeirri manneskju sem ég er.“

Eins og áður segir eru allir velkomnir  og athuga má með lausa tíma í síma 571 9110.

Einnig má leggja inn á reikning Sólrúnar Öldu:

Reikningur 0370-26-014493
Kennitala 1911932379

Horfa má á viðtal við Sólrúnu Öldu á RÚV hér.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Athugasemdir

Orðrómur

Lestu meira