Kom út úr skápnum kvöldið sem systir hans lést

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Karlmenn eru ekki oft á forsíðu Vikunnar en saga Sigurðar Hólmars Karlssonar er einfaldlega svo mikil sigursaga að ekki kom annað til greina en að hann fengi það rými. Sigurður Hólmar, eða Siggi eins og hann er alltaf kallaður, er löggiltur áfengis- og vímuefnaráðgjafi og hefur starfað sem ráðgjafi um langt árabil. Systir hans lést ung og kvöldið sem hún lést gerði Sigurður sér grein fyrir að lífið er stutt og stundum verða menn að hafa hugrekki til að standa með sjálfum sér og sínum tilfinningum.

Nú er hann að fara af stað með sjálfstæða ráðgjöf með það að markmiði að hjálpa fólki. Hann langar ekki hvað síst til að að vinna með ungu fólki sem á erfiða sögu að baki. Sjálfur var hann aðeins þriggja ára þegar hann var tekinn frá fjölskyldu sinni og sendur í fóstur. Þótt honum hafi mætt mikið ástríki hjá fósturforeldrunum glímdi hann lengi við tengslaröskun. Hann var óöruggur og hræddur, gat ekki treyst öðrum. Það varð meðal annars til þess að hann átti erfitt með að vera hann sjálfur og vera sáttur við hver hann væri. Við banabeð systur sinnar ákvað hann að koma út úr skápnum og lifa í samkvæmur sjálfum sér.

Þetta er áhrifamikil og mögnuð frásögn sem þessi hugrakki maður segir af mikilli hreinskilni og heiðarleika.

Auk Sigga er í nýju Vikunni talað við Olgu Heiðarsdóttur listakonu á Hellissandi. Hún segist vera Breiðholtsvillingur sem flutti út á land og fann sig þar.

Tvíburasysturnar Alexía Erla Hildur og Margrét Ósk Hildur Hallgrímsdætur skrifuðu og myndskreyttu barnabók um hundinn Ás. Þær eru vanar að vinna saman frá blautu barnsbeini og því var þeim leikur einn að setja saman skemmtilega sögu fyrir börn.

Rán Flygenring segir frá sýningunni Heimsókn til Vigdísar í Gerðubergi en þar má upplifa barnabók á nýstárlegan og spennandi hátt.

María Lea Ævarsdóttir er undir smásjánni og myndi setja konur í allar valdastöður heimsins ef hún fengi að ráða öllu.

Vikan rýnir í líka í fullkomlega óþörf og tilgangslaus störf og skoðar í því samhengi kenningar David Graeber, merks fræðimanns sem nú er nýlátinn. Auk alls þessa er margvíslegan fróðleik og skemmtun að finna í nýjasta tölublaði Vikunnar sem kemur út á morgun, fimmtudag.

Tryggðu þér áskrift að Vikunni í vefverslun

Myndir / Hallur Karlsson

- Auglýsing -

Athugasemdir

Orðrómur

Lestu meira

Alma og Joey Christ og eiga von á barni

Parið Alma Gytha Huntingdon-Williams, jarðfræðingur, og Jóhann Kristófer Stefánsson, útvarpsmaður og rappari, eiga von á barni.Jóhann, sem...