Langar þig að öðlast hagnýta fjölmiðlaþjálfun? - Sæktu um og taktu 4. febrúar frá |

Langar þig að öðlast hagnýta fjölmiðlaþjálfun? – Sæktu um og taktu 4. febrúar frá

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Félag kvenna í atvinnulífinu FKA heldur í byrjun febrúar hagnýta fjölmiðlaþjálfun fyrir konur. Um er að ræða samstarfsverkefni FKA og RÚV þar sem þátttakendur fá leiðsögn reynds fjölmiðlafólks.  

„Allar konur eru gjaldgengar,“ segir Unnur Elva Arnardóttir stjórnarkona FKA, en ekki er skilyrði fyrir umsókn og þátttöku að vera félagskona í FKA. Umsóknarfrestur er til og með föstudagsins 15. janúar 2021 og eru konur um land allt hvattar til að senda inn umsókn.

Unnur Elva
Mynd / Aðsend

Valnefndin vegna FKA fjölmiðlaþjálfun 2021.

Markmiðið með verkefninu er að auka fjölbreytni viðmælenda í íslenskum fjölmiðlum og bæta um leið aðgang fjölmiðlafólks að konum. Engar inntökukröfur eru í verkefnið en sérstök valnefnd fer yfir umsóknir og kemur til með að velja 10-12 umsækjendur á grundvelli rökstuðnings í umsóknum. Valnefnd árið 2021 skipa þau Eva Laufey Hermannsdóttir, Gunnar Hansson, Hulda Bjarnadóttir og Sigmundur Ernir Rúnarsson.

Eva Laufey, Gunnar, Sigmundur Ernir og Hulda skipa valnefndina
Mynd / Aðsend

Umsækjendur skuldbinda sig til að taka þátt í öllu verkefninu.

„Við verðum í húsakynnum RÚV í Efstaleiti Reykjavík fimmtudaginn 4. febrúar 2021 og umsækjendur skuldbinda sig til að taka þátt í öllu verkefninu, annars telst umsóknin ógild,“ bendir Unnur Elva á og bætir við að þátttakendur beri engan kostnað annan en af ferðalögum til að komast til og frá námskeiði og sameiginlegan kvöldverð á veitingastað.

Ekki skilyrði að vera félagskona í FKA.

„Það er ekki skilyrði að umsækjendur séu félagskonur í FKA en allar þurfa þær að skuldbinda sig til að deila reynslu sinni með konum í Félagi kvenna í atvinnulífinu meðal annars á Sýnileikadegi FKA,“ segir Unnur Elva. „Konur hafa út föstudaginn til að skila umsókn og gera má ráð fyrir að tilkynning um þátttakendur verði send út 25. janúar 2021. Við hvetjum umsækjendur til að halda 4. febrúar 2021 lausum ef kallið kemur.“

Sækja má um hér.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira