Lét fjaðrafokið ekki á sig fá

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Tónlistarkonan og rithöfundurinn Birgitta Haukdal var að senda frá sér tvær nýjar barnabæku sem bætast við Láruseríuna vinsælu. Birgitta segir bókaskrif eiga vel við sig, alveg eins og tónlistin. „Enda eru þetta náskyld listform, það að semja texta og tónlist og að skrifa bækur.“

Nýjustu bækurnar frá Birgittu eru ellefta og tólfta bókin sem hún gefur út á síðustu fimm árum. En bókaútgáfan hefur ekki alltaf verið dans á rósum því árið 2018 varð mikið fjaðrafok í kringum bókina Lára fer til læknis. Þar kom „hjúkrunarkona“ við sögu og bentu þá margir á að rétt starfsheiti væri „hjúkrunarfræðingur“. Málið vatt upp á sig og margt fólk hellti úr skálum reiði sinnar á samfélagsmiðlum og í kommentakerfum á netinu.

Bækurnar um Láru og Ljónsa hafa notið mikilla vinsælda. Láruserían fer sístækkandi.

Aðspurð hvort fjaðrafokið í kringum bókina hafi dregið úr áhuga hennar á að skrifa fleiri bækur um Láru segir Birgitta hiklaust nei.

„Alls ekki. Ég vanda mig alltaf eins og ég get og ég læt ekki bók frá mér nema að ég sé virkilega ánægð með hana. Maður hættir ekkert að skrifa þó að eitthvað svona komi upp á. Það er enginn fullkominn og ég var virkilega að vanda mig. Þeir sem finna sig knúna til að koma sinni skoðun á framfæri verða að fá að njóta sín, ég sendi þeim bara ást og hlýju og svo held ég áfram,“ segir Birgitta.

„Það er enginn fullkominn og ég var virkilega að vanda mig.“

„Auðvitað var um mistök að ræða og þau voru leiðrétt við fyrsta tækifæri. Það skemmtilega er að við höfum þurft að prenta bókina margsinnis eftir upprunalegu útgáfuna þannig að við leiðréttum þetta bara.“

Gagnrýnin sem Birgitta hlaut var sett fram á mismálefnalegan hátt á samfélagsmiðlum. Hún segist ekki hafa látið það á sig fá. „Það er líka skemmtilegra að blása sum mál upp og þá leyfum við fólki bara að pústa og svo er það búið. Það er langbest að leiða sumar athugasemdir hjá sér.“

Lestu viðtalið við Birgittu í heild sinni hérna.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Athugasemdir

Orðrómur

Lestu meira

Óska eftir almennum lesendum í verðlaunanefndir

„Okkur fannst kominn tími á rödd hins almenna lesanda,“ segir Bryndís Loftsdóttir, starfsmaður Félags íslenskra bókaútgefenda en...