„Margar stelpur hafa fengið átröskun og hætt í sundi út af svona athugasemdum“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Hrafnhildur Lúthersdóttir er hreinskilin og opinská þegar hún ræðir falin vandamál innan íþróttaheimsins. Hún segir sundið hafi mótað sig á bæði góðan og slæman hátt.

Um slæmu hliðina á sundinu segir Hrafnhildur margt hafa verið eitrað í kringum sundið og að kynjamisrétti og þrýstingur um að uppfylla ákveðnar útlitskröfur hafi verið falið vandamál á meðan hún var í sundinu.

„Konur eru oft undir mikilli samfélagslegri pressu á að líta svona og hinsegin út og þetta er ekkert skárra í íþróttaheiminum. Mér fannst umhverfið eitraðast á Flórída, það kom til dæmis fyrir að ég var að labba á sundlaugarbakkanum á æfingu og einhver þjálfari kom aftan að mér og sagði að rassinn á mér hefði stækkað og að uppáhaldsgallabuxurnar mínar yrðu nú aldeilis þröngar á mér núna. Þetta eyðileggur mann og margar stelpur hafa fengið átröskun og hætt í sundi út af svona athugasemdum. Reyndar bæði stelpur og strákar. En mér fannst alltaf haldið meira upp á strákana, þeir máttu borða meira en stelpurnar og voru ekki undir eins mikilli útlitspressu og þær,“ útskýrir Hrafnhildur.

„Þetta eyðileggur mann…“

Hrafnhildur segir að sundið hafi haft slæm áhrif á líkamsímyndina.

„Eins mikið og sundið hefur kennt mér þá hefur það líka haft slæm áhrif á líkamsímyndina. Þegar ég horfi til dæmis á myndir af mér á sundlaugarbakkanum, þegar ég var í mínu besta formi, þá man ég að mér þótti lærin á mér of feit og axlirnar of breiðar. Svo þegar ég er „venjuleg“ núna þá er ég líka að kvarta og væri til í að vera eins og ég var þegar ég var að synda sem mest.“

Lestu viðtalið við Hrafnhildi í heild sinni hérna.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Athugasemdir

Orðrómur

Lestu meira

Svala og Kristján fengu sér paraflúr

Kærustuparið Svala Björgvins, söngkona, og Kristján Einar Sigurbjörnsson, sjómaður, innsigluðu ástina með húðflúri í gær.Svala fékk...