„Með fæðingargalla sem veldur því að líffæri voru utan á líkamanum“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Elenóra Rós Georgsdóttir komst í sviðsljósið árið 2017 þegar hún, ein og sér, tók upp á því að baka og selja kökur í heilt ár til styrktar Barnaspítala Hringsins og var í framhaldinu valin maður ársins á Suðurnesjum. Elenora fæddist með sjaldgæfan fæðingargalla sem kallast Omphalocele og var því langdvölum á spítalanum sem barn.

Í viðtali við Vikuna segir hún meðal annars frá söfnuninni, en ætlunin var ekki að koma sjálfri sér á framfæri, heldur hafi hana hafi bara langað til að gefa til baka til spítalans sem hafi gert svo mikið fyrir hana í gegnum tíðina.

„Þegar ég kom í heiminn var ég með fæðingargalla sem veldur því að líffæri voru utan á líkamanum,“ útskýrir hún. „Ég var oft veik sem barn og þurfti að fara í margar aðgerðir, sérstaklega á aldrinum frá átta til fjórtán ára. Þau ár var ég endalaust inn og út af spítalanum í alls konar mismunandi aðgerðum og rannsóknum hjá mismunandi læknum. Mér leið alltaf ofboðslega vel á Barnaspítalanum þannig að þegar ég var sextán ára ákvað ég að tileinka árið 2017 því að baka og selja kökur og gefa spítalanum allan ágóðann. Í upphafi árs 2018 var ég svo valin maður ársins á Suðurnesjum og eftir það fór boltinn að rúlla mjög hratt,“ segir Elenóra Rós.

Viðtalið í heild má lesa í nýjasta tölublaði Vikunnar.

Tryggðu þér áskrift að Vikunni í vefverslun >

 

- Auglýsing -

Athugasemdir

Orðrómur

Lestu meira