Ólöf Þóra Sverrisdóttir er í forsíðuviðtali Vikunnar, en hún er móðir Móeiðar Völu sem er eins árs. Móa er ein Einstakra barna hér á landi, en skoðun hjá ljósmóður á 36. viku meðgöngu sýndi að galli var á höfði barnsins og frekari rannsóknir leiddu í ljós að engar tengingar voru á milli heilahvela.
Frumkvöðullinn Ólöf Rún Tryggvadóttir fékk krabbamein 36 ára sem breytti lífi hennar og lífsviðhorfum.
Pálmar Ragnarsson, fyrirlesari og bókahöfundur, Valdís Thor, framleiðandi hjá Sahara, og Sóli Hólm, skemmtikraftur með meiru, sitja fyrir svörum í þremur ólíkum efnisþáttum.
Í Vikunni má einnig finna umfjöllun um bækur, tísku, fræga fólkið og fleira, auk þess sem Deiglan, Lífreynslusaga Vikunnar, krossgátan, orðaleit og stjörnuspá Vikunnar eru á sínum stað.
Tryggðu þér eintak í næstu verslun eða í vefverslun okkar.