Regína Ósk um föðurmissinn: „Þakklát fyrir að pabbi skyldi ekki þurfa að kveljast lengur“ |

Regína Ósk um föðurmissinn: „Þakklát fyrir að pabbi skyldi ekki þurfa að kveljast lengur“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Söngkonan Regína Ósk Óskarsdóttir hefur fyrir löngu skapað sér sess sem ein besta söngkona þjóðarinnar. Regína veiktist af COVID-19 í vetur og var í einangrun í um það bil mánuð sem hún segir hafa reynt mikið á fjölskyldulífið. Hún og eiginmaður hennar, Sigursveinn Þór Árnason, Svenni, starfa bæði við tónlist og COVID-faraldurinn hefur því haft gríðarmikil áhrif á starf þeirra hjóna. Regína missti föður sinn fyrir þremur árum og segir það meðal annars hafa verið kveikjuna að lífsstílsbreytingu hjá sér. 

„Mamma hefur sagt að eftir á að hyggja hafi pabbi verið búinn að vera mjög slappur í á annað ár. Loksins þegar hann fór til læknis að láta kíkja á sig var hann sendur í rannsóknir. Hann var lagður inn á spítala 16. janúar og að morgni 4. febrúar fékk hann að vita að hann væri með sjaldgæft krabbamein í lungum, sem var rakið til þess að um fimmtíu árum hafði hann unnið við að rífa niður loftklæðningu sem í var asbest. Um kvöldið fór pabbi í hjartastopp og var lagður inn á gjörgæslu þar sem hann lá í nokkra daga og við héldum að hann væri að deyja. Prestur kom og við undirbjuggum okkur undir að kveðja pabba sem við vorum alls ekki tilbúin til að gera.

Þótt þetta hafi verið mikið áfall þá var ég samt þakklát fyrir að pabbi skyldi ekki þurfa að kveljast lengur. Hann var orðinn svo þreyttur og bara búinn að fá nóg. Ég veit að hann var tilbúinn að fara.“

Lestu opinskátt og einlægt viðtal við Regínu Ósk í nýjustu Vikunni.

Vikan er komin á helstu sölustaði

Viðtal / Guðrún Óla Jónsdóttir
Myndir / Hallur Karlsson

Tryggðu þér áskrift að Vikunni í vefverslun >

 

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira