Sigga Maya missti 2 ástvini úr COVID-19: „Skítsama þó þú komist ekki á barinn eða í golf“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Mynd hefur gengið manna á milli á Facebook með kertum og textanum: „Hvernig ætli það sé að eiga ástvin á spítala eða gjörgæslu með COVID og hlusta á fólk í fjölmiðlum og Facebook rífast yfir að komast ekki í ræktina eða á barinn“

Eins og flestir vita hefur báðum þessum stöðum verið lokað tímabundið til 19. október til að reyna að hindra frekari útbreiðslu kórónuveirunnar hér á landi. Hafa lokanirnar (sem og fyrri takmarkanir og lokanir) vakið mismikla hrifningu og eru fjölmörg dæmi um að fólk brjóti gegn núgildandi og áður gildandi takmörkunum.

Ein af þeim sem deilt hefur myndinni er Sigríður María Eyþórsdóttir, tónlistarkennari í Grindavík.

„Við fjölskyldan höfum misst tvö úr okkar hópi. Við þurftum að horfa á útförina og syrgja við tölvuskjá,“ segir Sigga Maya.

„Við gátum ekki faðmast eða strokið burt tár hvors annars en þurftum að reyna að veita hvort öðru stuðning í gegnum messenger og síma,“ segir Sigga Maya, en báðir ástvinir hennar létust vegna COVID-19 kórónuveirufaraldurins. 11 einstaklingar hafa látist hér á landi af völdum heimsfaraldursins.

Segist Sigga Maya ekki óska neinum þess að þurfa að kveðja ástvini sína á þennan hátt. Sigga Maya er ákveðin í máli þegar hún segir að henni sé alveg sama um það þó að einstaklingar komist ekki tímabundið í ræktina, á barinn eða í golf. Segir hún tíma til kominn að fólk setji sjálfhverfu sína á pásu.

„Ég óska engum þess að þurfa að upplifa það sama, svo ég get sagt fullum hálsi: mér er skítsama þó þú komist ekki á hlaupabrettið, á barinn eða í golf. Þó þú sért svo sjálfmiðuð/aður að þér finnist þínar tilbúnu þarfir vera allt sem skiptir máli óska ég ekki þínum nánustu þess að veikjast af þínum völdum eða að þurfa að horfa á eftir þér á gjörgæslu eða lengra. Kominn tími til að setja sjálfhverfuna á pásu!“

Samkvæmt núgildandi takmörkunum mega 50 manns vera viðstaddir útfarir.

- Auglýsing -

Athugasemdir

Orðrómur

Lestu meira