Sjaldgæf og flott útlitseinkenni

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Menn eru misjafnlega uppteknir af útliti sínu og misánægðir með sínar vöggugjafir. Hið skemmtilega er að stundum er viðkomandi sjálfur ósáttur við eitthvað sem heillar aðra. Fyrirsætur og stórstjörnur upplifa stundum að eitthvað sem þær töldu fram að því galla reynist gjöf. Til eru nokkur mjög sjaldgæf útlitseinkenni og þau er vert skoða því í sumum tilfellum skapa þau mikla sérstöðu. 

 1. Tvöföld augnhár
  Það er mjög óalgengt að fólk hafi tvöfalda röð augnhára. Þetta kallast distichiasis og færri en 5% mannkyns erfir þetta. Elizabeth Taylor var ein hinna heppnu og vegna þess hve dökk augnhár hennar voru römmuðu þau augun einstaklega fallega inn og undirstrikuðu bláma þeirra. Hér er svo skemmtileg en allsendis óskyld staðreynd: Hundar geta verið með tvöföld augnhár.’
 2. Pétursspor
  Pétursspor eða hökuskarð er eiginleiki sem gengur í erfðir og er nokkuð sjaldgæfur. Hann er algengari meðal Evrópubúa og Miðausturlandaþjóða en fólks í öðrum heimshlutum. John Travolta, Colin Firth og Alexander Skarsgård eru í hópi þeirra heppnu og margir telja að hökuskarðið geri þessa menn mun karlmannlegri.
 3. Hrokkið hár
  Það er staðreynd að fólk með slétt hár óskar sér þess heitast af öllu að hafa krullur meðan hinir hrokkinhærðu þrá heitast rennislétta lokka. Margir hrokkinkollar eyða löngum tíma í að slétta úr sínu hári meðan hinir standa sveittir með krullujárnið áður en haldið er til vinnu. Ef þú ert svo heppinn að hafa liðað hár ættir þú að vera hreykinn, aðeins 11% alls mannkyns skartar liðuðu hári.
 4. Augu af mismunandi lit
  Melanínskortur veldur því bæði í dýrum og mönnum að einstaka sinnum fæðist einstaklingur með mismunandi lit augu. Algengast er að annað sé blátt en hitt brúnt. Það þekkjast þó önnur afbrigði. Mila Kunis er til að mynda með mjög sérkennileg augu, þau eru græn með mismiklum brúnum flekkjum. Augu Davids Bowies voru hins vegar í mismunandi bláum tónum. Þetta kallast heterochromia iridis og aðeins sex af hverjum þúsund einstaklingum eru með mislit augu. Af einhverjum ástæðum er þetta einkenni heldur algengara í Siberian Husky-hundum en mönnum.
 5. Blá augu
  Mikill meirihluti Norðurlandabúa telur sig bláeyga en ef gerðar eru ströngustu kröfur um bláma geta aðeins um 8% mannkyns státað af bláum augum. Augu flestra eru grá eða blönduð grænum litaflekkjum. Þetta er fremur nýlegt erfðafræðilegt fyrirbæri eða nokkuð sem byrjaði í mönnum fyrir um það bil 6.000-10.000 árum.
 6. Náttúrulegar ljóskur
  Þótt mjög mörg börn fæðist ljóshærð og séu mjög ljós fram eftir aldri eru mjög fáir fullorðnir einstaklingar blondínur, það er að segja án hjálpar frá hárgreiðslufólki. Talið er að eingöngu 2-16% manna, hærri talan á við hér á Norðurslóðum, geti fullyrt að þeir séu raunverulega ljóshærðir. Þetta þýðir að ljóskubrandarar eru fremur tilgangslausir því þeir eiga við um ansi fáa einstaklinga og ekki mjög líklegt að maður rekist á slíkan einstakling á góðu kvöldi.
 7. Rautt hár
  Ljóskur eru sannarlega sjaldséðir hvítir hrafnar ef svo má segja en rauðhærðir eru enn fágætari fuglar. Aðeins um 2% mannkyns er svo heppið að hafa rautt hár. Þeir sem eru svo heppnir ættu sannarlega að prísa sig sæla og bera rauðan kollinn hreyknir.
 8. Frekjuskarð

Frekjuskarð eða gáfnaskarð eftir því hvort menn vilja kalla það er bilið milli framtannanna. Þetta fyrirbæri er kallað diastema og er nokkuð algengt þegar fullorðinstennurnar koma fyrst niður en lokast oftast af sjálfu sér. Í dag er þessu oftast lokað með aðferðum tannréttingasérfræðinga gerist það ekki en hér áður fyrr gaf þetta fólki persónuleika og brosinu ákveðið skelmislegt yfirbragð. Nokkrar ofurfyrirsætur hafa nýtt sér skarðið og það skapað þeim sérstöðu, í þeim hópi eru Lauren Hutton, Georgia May Jagger, Lily Aldridge, Vanessa Paradis og Ashley Smith.

- Auglýsing -

Athugasemdir

Lestu meira

Forstöðumaður SA kominn í samband

Davíð Þorláksson, forstöðumaður hjá Samtökum atvinnulífsins og Daniel Barrios Castilla eru nýtt par.Davíð fagnar fertugsafmæli í dag...

Ólöf Kristín stýrir Listasafni Reykjavíkur áfram

Ólöf Kristín Sigurðardóttir hefur verið endurráðin til fimm ára sem forstöðumaður Listasafns Reykjavíkur.„Undir hennar stjórn hefur tekist...