Sköpunarkraftur í fangelsi

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Í fangelsinu á Hólmsheiði er rekið lítið fyrirtæki, Fangaverk. Þar eru framleiddir blómapottar, óróar, draumafangarar, einnig skálar, barnahúfur, margnota pokar og töskur og margt fleira fallegt. Allt er unnið af föngum og sköpunargáfa þeirra drífur verkefnið áfram. Verkstjórar eru þær Auður Margrét Guðmundsdóttir og Margrét Rán Kærnested.

Hugmyndasmiðurinn að baki Fangaverki er Auður og því liggur beinast við að spyrja hana hvernig þetta hafi allt saman komið til? „Hugmyndin kviknaði út frá því hversu erfitt er að fá verkefni hérna inn,“ segir hún. „Við þurfum náttúrlega að hafa vinnu og að eitthvað sé í gangi alla daga. Oft erum við beðin að vinna tiltekin verk en þau eru tímabundin og þeim lýkur á tilteknum tíma. Þess vegna þurfti að finna eitthvað sem kæmi innan úr fangelsinu og væri stöðugt og viðvarandi. Þetta byrjaði á að við fórum að steypa litla ferkantaða potta merkta einn, tveir, þrír, fjórir og svo hefur þetta bara stækkað umtalsvert.“

Hver hlutur einstakur

Og það eru orð að sönnu. Vörurnar eru fjölbreytilegar bæði að stærð og í útliti og greinilega alltaf eitthvað nýtt í gangi. Á einu borðinu liggja blöð þar sem einn fanganna hefur teiknað laufblöð og litríkan ananas. Þessi mynstur munu rata utan á blómapott úr flotmúr en þeir henta jafnt utandyra sem innan og blómin þrífast mjög vel í þeim.

„Allt sem við gerum miðar að því að nýta það sem fellur til inni í húsinu,“ segir Auður. „Skyrdollur og bláberjafötur eru notaðar sem mót til að steypa utan um. Einu mótin sem við höfum keypt eru skálarnar. Við erum að reyna að vera eins umhverfisvæn og hægt er. Við hrærum flotmúrinn hér inni, með þeytara rétt eins og menn nota í eldhúsinu heima hjá sér. Við erum búin að þróa okkur ótrúlega mikið áfram og mikill munur á vörunum sem gerðar voru fyrst og þeim sem framleiddar eru í dag.“

Ýtarlegt viðtal með glæsilegum myndum við þær Auði og Margréti er að finna í nýjustu Vikunni.

 

Myndir: Hallur Karlsson
Tryggðu þér áskrift að Vikunni í vefverslun >

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Athugasemdir

Orðrómur

Lestu meira