Spurð hvernig hún gæti hugsað sér að láta manninn deyja svo ungan

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Kristín Þórsdóttir missti eiginmann sinn, Kristján Björn, fyrir þremur árum. Hún segir mottó sitt í lífinu vera að taka það góða úr því slæma og nýta reynsluna til að gera eitthvað gott úr því. Með því finnst Kristínu einhver tilgangur vera með erfiðleikunum. Þegar ljóst var að baráttan væri töpuð tóku hún og Kristján Björn þá ákvörðun að hætta meðferð.

Þau vildu að hann fengi að njóta þess tíma sem hann átti eftir. Margir urðu hneykslaðir á þeirri ákvörðun og létu skoðanir sínar í ljós við parið, meðal annars var Kristín spurð hvernig hún gæti hugsað sér að láta mann sinn deyja svo ungan. Hún hefur haldið forvarnarfyrirlestra fyrir unglinga þar sem hún segir frá því hvernig hún var með brotna sjálfsmynd sem unglingur, varð fyrir nauðgun þegar hún var sextán ára og hvað hún vildi hafa vitað þá sem hún veit í dag. Kristín er í forsíðuviðtali í nýjustu Vikunni.

Þar er líka spjallað við Elenóru Rós Georgsdóttur ungan bakara sem gefur út sína fyrstu kökubók í ár. Þær Steinunn Hrafnkelsdóttir og Guðrún Helgadóttir segja frá heilnæmum sápum sem þær framleiða og einkaþjálfarinn Björn Þór Sigurbjörnsson gefur góð ráð fyrir þá sem vilja byrja að hreyfa sig. Vikan kafar einnig ofan í það hvernig mýtan um hysteríu kvenna hefur reynst svo lífsseig innan heilbrigðisstétta að það hefur kostað bæði konur og börn lífið.

Auk alls þessa er svo að finna ótalmargt spennandi í nýjustu Vikunni. Tryggið ykkur eintak.

Tryggðu þér áskrift að Vikunni í vefverslun >

- Auglýsing -

Athugasemdir

Orðrómur

Lestu meira

Alma og Joey Christ og eiga von á barni

Parið Alma Gytha Huntingdon-Williams, jarðfræðingur, og Jóhann Kristófer Stefánsson, útvarpsmaður og rappari, eiga von á barni.Jóhann, sem...