Telur einelti falið meðal fullorðinna: „Ekki viðurkennt að fullorðnir aðilar stundi slíka hegðun“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Andrea Björk Sigurvinsdóttir er sátt við samkomulag sem náðist milli hennar og Fjarðabyggðar vegna máls sem hún höfðaði gegn sveitarfélaginu. Andrea Björk steig fram í viðtali í vor og sagði þar frá einelti sem hún upplifði af hálfu samstarfsmanna sinna í slökkviliði Fjarðabyggðar. Eftir að hafa ítrekað kvartað til yfirmanna sinna án þess að brugðist væri við réði Andrea Björk sér lögmann og leitaði réttar síns.

Líkt og kom fram í viðtalinu við Andreu Björk í apríl þá var hún eina konan í slökkviliði Fjarðabyggðar þegar hún hóf störf þar sumarið 2017. Hún hafði reynslu af sjúkraflutningum og brennandi áhuga á starfinu, sótti sér aukna menntun í því og lagði sig alla fram. Andrea Björk sagði að fljótlega hafi farið að bera á því að ýmsir samstarfsmenn hennar voru ekki hrifnir af því að fá konu sem samstarfsfélaga og sagðist hún hafa upplifað síendurtekið áreiti innan slökkviliðsins sem endaði með því að hún brotnaði saman og hætti samkvæmt læknisráði. Andrea Björk lagði fram formlega kvörtun vegna kynbundins áreitis og eineltis eftir að hafa ítrekað verið hunsuð af yfirmönnum slökkviliðsins þegar hún kvartaði. Í lok október 2018 leitaði Andrea Björk til læknis, sem sendi hana umsvifalaust í veikindaleyfi. Andrea Björk var óvinnufær og treysti sér ekki ein út í búð, hvað þá meira, svo djúpstæð áhrif hafði áreitið á hana.

Sjá einnig: Flúði slökkviliðið vegna áreitis

„Það er þungt skref að viðurkenna að þú sért orðinn andlega veikur eftir slíkt, að það var eitthvað sem braut þig“ Mynd / Auðunn Níelsson

Einelti falið meðal fullorðinna

Einelti meðal barna og ungmenna ratar sífellt í umræðuna og skapast oft mikil umræða um slíkt, ábyrgð foreldra, forráðamanna og skóla. Hvernig eigi að bregðast við, hvernig er hægt að koma í veg fyrir einelti og hvort og þá hvernig eigi að refsa gerendum. En telur Andrea Björk að við áttum okkur almennt á því að einelti viðgengst líka meðal fullorðinna einstaklinga?

„Ég held að það fari rosalega leynt. Eftir að viðtalið við mig kom út í vor þá fékk ég ótal skilaboð og símhringingar frá aðilum sem þökkuðu mér fyrir að koma fram af því að það eru svo fáir sem treysta sér í að leita sér aðstoðar og viðurkenningar. Þannig að ég held að einelti meðal fullorðinna sé í meiri mæli en við höldum, en ekki viðurkennt að fullorðnir aðilar stundi slíka hegðun. Og ekki að fullorðinn einstaklingur viðurkenni að hann hafi orðið fyrir einelti og sé andlega veikur eftir það. Það er þungt skref að viðurkenna að þú sért orðinn andlega veikur eftir slíkt, að það var eitthvað sem braut þig. Þetta er mikið í umræðunni með einelti í grunnskóla, en maður heyrir þetta ekki mikið um einelti inni á vinnustöðum,“ segir Andrea Björk.

„Ég held að einelti meðal fullorðinna sé í meiri mæli en við höldum, en ekki viðurkennt að fullorðnir aðilar stundi slíka hegðun“

„Það er ekkert sjálfgefið að öllum líki við alla inni á vinnustaðnum og það er alveg allt í lagi. Þér má alveg finnast „Gunni“ leiðinlegur en þú þarft samt ekki að níðast á honum eða láta hann finna fyrir því. Við erum öll misjöfn, sem betur fer erum við öll misjöfn, en við þurfum samt að bera virðingu fyrir náunganum.“

Lestu viðtalið í heild sinni hér: Samkomulag í höfn við Fjarðabyggð eftir 3 ára baráttu: „Stend uppi sem sigurvegari“

Andrea Björk segir það vera númer 1, 2 og 3 að leita sér hjálpar. Mynd /Auðunn Níelsson

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Athugasemdir

Orðrómur

Lestu meira