„Það að skrifa er bara að bíta á jaxlinn og plægja áfram“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Fréttamaðurinn og rithöfundurinn Sigríður Hagalín Björnsdóttir hefur verið öflug í bókaskrifum undanfarin ár. Hún var að senda frá sér sína þriðju skáldsögu, Eldarnir. Ástin og aðrar hamfarir.

Beðin um að lýsa hefðbundnum degi í lífi sínu þegar hún er að skrifa bók segir Sigríður: „Ég tek mér frí frá fréttamannastarfinu þegar ég er að skrifa. Ég vinn heima og hef yfirleitt takmarkaðan tíma til að skrifa. Ég vakna klukkan sjö, helli upp á kaffi og kem krökkunum í skólann. Svo sit ég bara við og skrifa. Þá gengur ekkert annað en að nýta tímann vel og skrifa eins mikið og ég get. Það þýðir ekkert að bíða eftir einhverjum innblæstri eða að bíða eftir að maður sé í stuði til að skrifa,“ segir Sigríður.

„Það þýðir ekkert að bíða eftir einhverjum innblæstri…“

Hún segist hafa lært að hún tapi aldrei á að skrifa, jafnvel þó að textinn endi í ruslafötunni. „Meira að segja vondir dagar, þegar manni finnst ekkert gott koma, þeir hjálpa manni líka. Þó að maður skrifi kannski einhverjar senur, persónur og kafla sem maður þarf síðan að henda af því að þeir eru vondir, það er samt eitthvað sem nýtist manni. Þetta er bara erfiðisvinna, það að skrifa er bara að bíta á jaxlinn og plægja áfram.“

Lestu viðtalið við Sigríði í heild sinni hérna.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Athugasemdir

Orðrómur

Lestu meira

Óska eftir almennum lesendum í verðlaunanefndir

„Okkur fannst kominn tími á rödd hins almenna lesanda,“ segir Bryndís Loftsdóttir, starfsmaður Félags íslenskra bókaútgefenda en...