„Þannig átök geta oft verið bæði grimm og afhjúpandi“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Tinna Hrafnsdóttir, leikkona og leikstjóri, er með mörg járn í eldinum um þessar mundir. Skjálfti, fyrsta kvikmynd hennar í fullri lengd, er nú meðal annars í eftirvinnslu og nýverið hlaut hún þróunarstyrk fyrir nýja sex þátta sjónvarpsseríu.

„Þetta er persónudrifið fjölskyldudrama sem segir sögu þriggja kynslóða. Okkur langaði að leggja áherslu á sterka persónusköpun, flókin fjölskyldutengsl og átök sem um leið endurspegla á ákveðinn hátt þjóðarsál okkar Íslendinga,“ segir Tinna um sjónvarpsseríuna Heima er best sem hún er með í þróun. Um er að ræða sex þátta seríu sem Tinna og Ottó Geir Borg handritshöfundur hafa verið að skrifa og vinna að í nokkur ár.

Tinna segir hugmyndina að seríunni hafa kviknað út frá öllum frásögnunum sem hún hefur heyrt í gegnum tíðina af fjölskyldum sem standa í stríði eða talast jafnvel ekki lengur við vegna ósættis út af erfðamálum, fjölskyldufyrirtækjum, húseignum eða öðrum veraldlegum hlutum.

„tilfinningatengsl sem fólk myndar við hluti sem því er gert að eiga saman eða deila sín á milli geta endurspeglað flókna þætti í sálarlífi þess, vonir og vonbrigði, og þá sérstaklega hjá fólki sem tengist blóðböndum.

„Þannig átök geta oft verið bæði grimm og afhjúpandi,“ segir hún, „því tilfinningatengsl sem fólk myndar við hluti sem því er gert að eiga saman eða deila sín á milli geta endurspeglað flókna þætti í sálarlífi þess, vonir og vonbrigði, og þá sérstaklega hjá fólki sem tengist blóðböndum og ætti frekar að standa saman en að vera í átökum hvert við annað. Okkur langaði að segja sögu af þannig fólki, án þess þó að dæma nokkurn,“ segir hún með áherslu, „heldur miklu frekar sýna mennskuna og grátbroslegu hliðina á því.“

Tinna og Ottó hafa unnið að seríunni í nokkur ár, eins og áður sagði. „Við Ottó erum bæði á kafi í öðrum verkefnum þannig að þetta verkefni hefur fengið að malla svolítið og þroskast með okkur samhliða því,“ útskýrir hún. „Núna er ég hins vegar komin með tvo reynslumikla framleiðendur sem stukku strax um borð og munu stíga með okkur næstu skref,“ segir hún og eftirvæntingin leynir sér ekki.

Lestu viðtalið við Tinnu í heild.

- Auglýsing -

Athugasemdir

Orðrómur

Lestu meira