Helga gerðist trúboði: „Þarf að vera pínu kreisí“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Helga Vilborg Sigurjónsdóttir gerðist trúboði í Afríku, svaf á dýnu á moldargólfi, án rennandi vatns og annarra nútímaþæginda svo sterk var köllunin.

Síðar sneri hún þangað aftur í sömu erindagjörðum með eiginmanni og börnum og eitt lítið kríli bættist við meðan þau bjuggu í Eþíópíu. Þar dvöldu hjónin í fjögur ár og enn togar kristniboðið í hana. Helga Vilborg er tónmenntakennari og söngkona að mennt. Hún starfar nú hjá Kristniboðssambandinu þar sem hún meðal annars kennir íslensku fyrir útlendinga. Hún var ekki há í loftinu þegar hún fyrst sagðist ætla að verða kristniboði.

Helga Vilborg segir starf kristniboðans mikilvægt fyrir Eþíópa og hafi gert margt gott, komið með sjúkrahjálp og skóla og bjargað mörgum börnum frá því að vera borin út eða deydd fyrir það eitt að vera talin kalla bölvun yfir ættbálkinn vegna einhvers sem reglur hans telja öðruvísi en eigi að vera.

Vikan kemur í verslanir á fimmtudögum. Mynd / Hallur Karlsson

Þessi magnaða kona segir sögu sína í nýrri Viku sem kemur í verslanir á morgun en auk hennar eru í viðtal Ágúst Elí Ágústson og Hrefna Sigfúsdóttir. Þau fluttu sig í sveitasæluna í Borgarfirði þegar eftirlaunaaldurinn nálgaðist og eru núa ð byggja sér gróðurhús og hænsnakofa fremur en að minnka við sig. Þau rækta hunda og Ágúst Elí er ljósmyndara og tekur einstaklega fallegar myndir af ferfætlingum og vængjuðum vinum sínum.

Hrefna minnist einnig föður síns, Sigfúsar Halldórssonar sem hefði orðið hundrað ára í ár hefði hann lifað. Silja Dögg Gunnarsdóttir alþingsmaður og áhugakona um þörunganýtingu segir frá nýrri bók um þessar náttúrunytjar og Þorgerður Anna Gunnarsdóttir lýsir löngun sinni til að hitta Alexöndru Ocasio-Cortez.

Vikan leitar líka að góðu kaffi á Norðurlandi, skoðar strauma í hausttískunni og fær góð ráð frá Emilíönnu Valdimarsdóttur um hvaða nýungar passa best í snyrtibudduna í haust.

Tryggðu þér áskrift að Vikunni í vefverslun

- Auglýsing -

Athugasemdir

Lestu meira