„Til þess að hjálpa hundunum þarf ég að hjálpa fólkinu“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Heiðrún Villa hefur alla tíð sótt mikið í dýr og segir þau hafa gefið sér skilyrðislausa ást sem hún fékk ekki alltaf heima hjá sér sem barn. Hún segist síðustu tvö ár hafa öðlast skilning á því hvernig æska hennar og ýmislegt sem gerðist seinna á lífsleiðinni hafi mótað hana og þroskað og gert hana að þeirri manneskju sem hún er í dag.

Heiðrún Villa starfar sem hundaþjálfari og segist sjá hvernig hundarnir og vinnan með þá hafi spilað stóran þátt í þroska hennar við að takast á við erfiða hluti. Það hafi opnast fyrir henni hvað hundar kenni eigendum sínum og nauðsynlegt sé að fólk sé tilbúið að horfa inn á við. Hún segist vera þess fullviss að það sé einhver stærri tilgangur með hundunum en fólk geri sér grein fyrir. Heiðrún Villa miðlar þessum og öðrum mögnuðum lífslexíum í forsíðuviðtali við Vikuna í þessari viku. Ný Vika kemur í verslanir á morgun.

Björg Magnúsdóttir dagskrárgerðarkona og rithöfundur segir frá skilnaðinum og þeim fjölmörgu járnum sem hún hefur í eldinum um þessar mundir.

Ingibjörg Rósa Björnsdóttir fékk krabbamein og kynntist í kjölfarið mögnuðum húðvörum kínverska frumkvöðulsins Susie Ma. Í sumar kynnti hún þær fyrir íslenskum vinkonum sínum.

Unnur Pálmarsdóttir setur upp líkamsræktarþátt með Vikunni, æfingar sem gera má heima í stofu. Hún ætlar að vera í beinni útsendingu á Facebook á morgun til að tryggja að allir geri æfingarnar rétt. Slóðin er https://www.facebook.com/UnnurPalmars/

Unnur Pálmarsdóttir sýnir lesendum Vikunnar nokkrar æfingar sem gera má heima í stofu. Mynd / Unnur Magna

Við skoðum útlagann í garðinum, ástarhandföng Amissu Kermiche og lítum inn í áhugaverð söfn.

Vikan er að vanda fjölbreytt og skemmtileg og hundavinir ættu að tryggja sér eintak.

Tryggðu þér áskrift að Gestgjafanum í vefverslun >

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Athugasemdir

Orðrómur

Lestu meira

Svala og Kristján fengu sér paraflúr

Kærustuparið Svala Björgvins, söngkona, og Kristján Einar Sigurbjörnsson, sjómaður, innsigluðu ástina með húðflúri í gær.Svala fékk...