Varpar ljósi á yfirborðsmennsku innan skemmtanabransans á Íslandi

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Útvarpskonan Valdís Eiríksdóttir, betur þetta sem Vala Eiríks, sendi nýlega frá sér lagið Dulúð fylgir dögun sem hefur vakið lukku og er komið í spilun á Rás 2 og á Íslensku Bylgjunni. Vala segir meiri tónlist vera væntanlega frá sér, meðal annars lag sem hún er stressuð að senda frá sér.

„Það er lag sem ég er svolítið stressuð með að senda frá mér, það mun örugglega stuða einhverja. Það er svolítil ádeila á þennan bransa,“ segir Vala og á við fjölmiðla-, tónlistar- og skemmtanabransann eins og hann leggur sig. „Ég hef alltaf upplifað mig aðeins fyrir utan hann og eins og ég passi ekki alveg inn í þennan bransa, þar sem ég þyki stundum dálítið skrítin, en ég er hætt að reyna að dempa það og farin að vera bara stolt af því,“ segir Vala. Hún segir að með umræddu lagi vilji hún varpa ljósi á hvernig bransinn á Íslandi er og hvernig ákveðnir einstaklingar innan hans koma fram við aðra. Hún segir sýndar- og yfirborðsmennsku gjarnan leika stórt hlutverk.

„Ég þyki stundum dálítið skrítin…“

Lestu viðtalið við Völu í heild sinni á vef Vikunnar á morgun. Þar ræðir hún meðal annars tónlistina og andleg veikindi sem hún hefur glímt við.

- Auglýsing -

Athugasemdir

Orðrómur

Lestu meira